Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2013 | 14:00

Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurð

Þó margir eigi eftir að ljúka keppni er óhætt að fullyrða að Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hafi ekki komist í gegnum niðurskurð á  Bad Griesbach Challenge Tour by Hartl Resort mótinu, en þar er leikið á hinum krefjandi Beckenbauer velli.

Birgir Leifur lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (77 72) og er einkum fyrri hringurinn sem er að skemma fyrir, en Birgir var á parinu í dag og bætti sig því um 5 högg milli hringja.

Niðurskurður er sem stendur miðaður við 2 undir pari.

Í dag fékk Birgir Leifur 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba.

Þegar þetta er ritað er Frakkinn Victor Riu enn efstur í mótinu á samtals 11 undir pari, en hann á 6 holur eftir óspilaðar og eins var „norskur frændi okkar“ að sækja í sig veðrið Erik Tage Johansen, en hann deilir 2. sætinu með Jerome Lando Casanova, en báðir eru á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Bad Griesbach Challenge Tour by Hartl Resort SMELLIÐ HÉR: