Icelandic participants in the European Ladies Amateur Team Championship at Fulford Golf Club, England. Sunna is 2nd from left. Photo: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2013 | 12:25

EM kvenna – Anna Sólveig fékk ás!

EM kvenna hófst í morgun en mótið er að þessu sinni leikið á Fulford Golf Club, York, í Englandi.

Sjá má upplýsingar um mótið, rástíma, skor og fl. með því að SMELLA HÉR:

Fyrri hringurinn af tveimur í höggleiknum hófst í morgun.

Sunna Víðisdóttir GR átti fyrsta rástíma okkar kylfinga kl 09:40 í morgun en tímamismunur milli landana er einn tími (við á eftir).

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, fékk ás á þriðju holu vallarins á seinni æfingarhringnum sínum  í gær, 3. brautin er 147 metra löng og notaði Anna Sólveig sex járn.

 Glæsilegt!!!

Golf 1 óskar Önnu Sólveigu innilega til hamingju með draumahöggið!!!

Anna Sólveig Snorradóttir, eftir ásinn sem hún fékk á EM í Englandi. Mynd: GSÍ

Anna Sólveig Snorradóttir, eftir ásinn sem hún fékk á EM í Englandi. Mynd: GSÍ

Rástímar íslenska landsliðsins voru annars eftirfarandi: 

  9:40     Sunna Víðisdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur

10:10     Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili

10:40     Signý Arnórsdóttir, Golfklúbbnum Keili

13:10     Anna Sólveig Snorradóttir, Golfklúbbnum Keili

13:40     Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur

14:10     Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur