Íslenska kvennalandsliðið í golfi ásamt liðs- og farastjórum á EM í York í Englandi. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2013 | 20:15

Kvennalandsliðið í 14. sæti á EM eftir 1. dag

Íslenska kvennalandsliðið í golfi er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag á EM kvennalandsliða sem fram fer í York, Englandi.

Íslenska liðið lék á 383 höggum í dag og er 23 höggum yfir pari samtals.

Fimm bestu skorin af sex telja á hverjum keppnisdegi.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Signý Arnórsdóttir, GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, léku allar á 76 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR lék á 77 höggum, Sunna Víðisdóttir, GR á 78 höggum og Anna Sólveig Snorradóttir, GK lék á 83 höggum.

Síðari hringurinn í höggleiknum er á morgun en danska kvennalandsliðið leiðir mótið á 11 höggum undir pari.

Hér má sjá stöðuna í mótinu