Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2013 | 14:00

Fjórir góðir golfstaðir í Evrópu (4/4)

Nú er mitt sumar og eflaust margir, sem búnir eru að skipuleggja golfferðir erlendis, síðsumars eða í haust. Ferðaskrifstofur bjóða upp á fjölmargar og fjölbreytilegar ferðir, en þó eru alltaf einhverjir sem kjósa að skipuleggja sitt eigið frí, kaupa sér flugmiða, leigja sér bíl og prófa velli sem landinn er ekki að fjölmenna á.  Fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum hefir Golf1.is getið nokkurra góðra hugmynda undanfarna daga, en nú er komið að 4. og síðasta lúxusgolfstaðnum, sem er paradís sérhvers kylfings.

SKOTLAND

Heimilisfang:  Cameron House Loch Lomond Alexandria Dunbartonshire G83 8QZ

images

Lýsing: Það er ekki hægt að vera með kynningu á 4 toppgolfstöðum í Evrópu án þess að koma með einn uppáhalds frá vöggu golfíþróttarinnar, Skotlandi. Það eru margir frábærir vellir í Skotlandi og margir sögufrægir s.s.: The Royal and Ancient St Andrews, Turnberry og Carnoustie, en fátt jafnast á  The Carrick Course við Loch Lomond hvað varðar fagurt umhverfi.

Cameron House er um 30 mínútna akstur frá Glasgow og hafa eflaust fjölmargir íslenskir kylfingar prófað völlinn á staðnum.  Hann er umvafinn Loch Lomond og skosku Murounum til sitthvorrar handar og þetta er eflaust mest stressandi og afslappandi golf, sem stundað verður.

Margir frábærir kylfingar s.s. Phil Mickelson, Ernie Els og Adam Scott hreint og beint elska staðinn og er enginn furða þetta er Skoti eins og hann gerist bestur.  Opna skoska kvennamótið fór m.a. fram hér árið 2008.

Mickelson hefir m.a. sagt í viðtali að staðurinn sé hans uppáhalds.

En golf er golf og þeir í Cameron House gera engan mannamun – stórstjörnur jafnt sem háforgjafarkylfingar eru velkomnir.

Ef Carrick er aðeins einn af fjölmörgum völlum sem ætlunin er að spila og ekki ætlunin að dveljast í Cameron House, þ.e. ef um hraðferð er að ræða þá er mælt með að spila „The Wee Demon“ hluta vallarins, sem er áskorun jafnvel fyrir lágforgjafarkylfinga.

Einkennisholan: Það er par-3 14. holan, sem er 199 yarda (182 metra) sem er með frábært útsýni yfir Lomond vatn og þann fjölda glompa sem umvefja holuna.

Til þess að lesa sig nánar til um The Carrick og Cameron House  SMELLIÐ HÉR: