GSG: Kastað til bata 13. júlí n.k.
Á laugardaginn n.k., þann 13. júlí fer fram golfmótið „Kastað til bata“ á Kirkjubólsvelli. Þetta er styrktarmót fyrir Krabbameinsfélag Íslands, haldið í samvinnu við Samhjálp kvenna og ýmsa styrktaraðila. Leikformið er Texas Scramble, tveir í liði og deilt í forgjöf liðsins með 3. Glæsileg verðlaun eru veitt fyrir 4 efstu liðin: 1. verðlaun: 2 x 50.000 kr gjafabréf frá Nettó 2. verðlaun: 2x Expence Comfort pakki að verðmæti 10,400 kr ásamt 2* þriggja rétta máltíð frá Lava . 3. verðlaun: 2 x15,000 kr gjafabréf frá Orkunni 4. verðlaun: OSAHA bakpokar að andvirði 14,900 frá N1 Nándarverðlaun á 17. braut: Samsung Galaxy Ace 2 að verðmæti 54,900 frá Símanum . Dregið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson – 8. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson. Einar Ásgeir er fæddur 8. júlí 1997 og því 16 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson (16 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Juan Carlos Rodriguez (38 ára) Evuklæði Svava Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
GÁ: Victor Rafn og Sigrún klúbbmeistarar 2013
Meistaramóti Golfklúbbs Álftaness fór fram í sl. viku. Úrslit í meistaramótinu urðu eftirfarandi: Victor Rafn Victorsson varð klúbbmeistari Sigrún Sigurðardóttir vann kvennaflokk. Snæþór Unnar Bergsson vann 2. flokk Kjartan Matthías Antonsson vann unglingaflokk. Efstu þrjú sæti í hverjum flokki er hægt að sjá hér fyrir neðan og síðan er niðurstaða mótsins í heild á hér 1.flokkur karla 1 Victor Rafn Viktorsson 215 2 Einar Georgsson 227 3 Björgvin Magnússon 231 2. flokkur karla án forgjafar 1 Snæþór Unnar Bergsson 231 2 Gunnlaugur Ólafsson 250 3 Jón Gunnar Valgarðsson 267 2. flokkur karla með forgjöf 1 Snæþór Unnar Bergsson 183 2 Gunnlaugur Ólafsson 196 3 Friðleifur Hallgrímsson 196 Kvennaflokkur án forgjafar Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Blixt?
Jonas Blixt sigraði á Greenbriar Classic mótinu í gær, sem var mót s.l. viku á PGA Tour. Eftirfarandi var í sigurpoka Svíans viðkunnanlega, Blixt: Dræver: Cobra ZL Encore (8.5 gráður) Graphite Design Tour AD DI 3 tré: Taylormade RocketBallz (15 gráður) Graphite Design (TaylorMade R11S graphics) Blendingur: Cobra Baffler T-Rail 2 Graphite Design Tour AD DI 105X Hybrid Járn: Cobra S3 Pro MB (3-PW)True Temper Dynamic Gold X100 Wedge-ar: Titleist Vokey SM4 (54°-14), Cobra Tour Trusty Prototype (61°-08)True Temper Dynamic Gold S400 Pútter: Yes! Donna 2 Boltil: Titleist ProV1x
Maður á safn 13.171 golfbolta – vídeó
Hann safnaði súperman og batman blöðum þegar hann var strákur. Svo tók við að hann safnaði litlum flöskum af whiskey, eldspýtustokkum og staupaglösum…. og eins hefir hann safnað 13.171,- golfboltum. Golfboltana skiptir hann upp í 3 flokkar: eftir lógóum, eftir golfklúbbum og eftir golfboltaframleiðendum. Golfboltana geymir hann í þar til gerðum hillum og þekkir sögu hvers bolta og sýnir í meðfylgjandi myndskeið nokkra uppáhaldsboltana, m.a. meira en 100 ára gamlan gutta percha bolta, bolta af veitingastað efst í tvíburaturnunum, sem fannst nokkrum dögum fyrir 9/11 bolta bæði með Nike merkinu og Topflight merkinu frá þeim tíma sem Topflight framleiddi enn bolta fyrir Nike, bolta með merkjum allra liða í heimsmeistarakeppninni Lesa meira
GBB: Viðar Örn og Ólafía klúbbmeistarar 2013
Meistaramót GBB þ.e. Golfklúbbs Bíldudal lauk í gær, 7. júlí 2013. Spilaðar voru 36 holur, fyrri 18 á fimmtudagskvöld, 4. júlí 2013, í blíðskaparveðri og síðari 18 í gær sunnudaginn 7. júlí í vonskuveðri. Klúbbmeistari í karlaflokki er Viðar Örn Ástvaldsson og í kvennaflokki Ólafía Björnsdóttir Alls tóku 12 manns þátt í Meistaramóti GBB 2013 og má sjá heildarúrslitin hér að neðan: 1 Viðar Örn Ástvaldsson GBB 9 F 43 47 90 20 91 90 181 41 2 Heiðar Ingi Jóhannsson GBB 9 F 48 46 94 24 90 94 184 44 3 Anton Halldór Jónsson GBB 13 F 45 44 89 19 98 89 187 47 4 Arnar Ãã³r Arnarsson Lesa meira
GSG: Bylgja Dís og Þór klúbbmeistarar 2013
Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis fór fram frá miðvikudeginum 3. júlí til laugardagsins 6. júlí. Þátttakendur sem luku keppni voru 37. Klúbbmeistarar eru Þór Ríkharðsson og Bylgja Dís Erlingsdóttir. Þór lék á samtals 15 yfir pari, 303 höggum (74 72 78 79) og átti 5 högg á næsta mann Svavar Grétarsson, sem varð í 2. sæti. Bylgja Dís lék á samtals 95 höggum yfir pari, 383 höggum og átti þó nokkur högg á hina sem lék í meistaraflokki, Huldu Björg Birgisdóttur, sem varð í 2. sæti. Sjá má heildarúrslit Meistaramóts GSG 2013 hér fyrir neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Þór Ríkharðsson GSG 1 F 37 42 79 7 74 72 78 79 303 Lesa meira
Fjórir góðir golfstaðir í Evrópu (3/4)
Nú er mitt sumar og eflaust margir, sem búnir eru að skipuleggja golfferðir erlendis, síðsumars eða í haust. Ferðaskrifstofur bjóða upp á fjölmargar og fjölbreytilegar ferðir, en þó eru alltaf einhverjir sem kjósa að skipuleggja sitt eigið frí, kaupa sér flugmiða, leigja sér bíl og prófa velli sem landinn er ekki að fjölmenna á. Fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum verður hér greint frá nokkrum góðum hugmyndum næstu daga, sem Golf1 getur hæglega mælt með við kylfinga að prófa: FRAKKLAND Terre Blanche Heimilisfang: 3100 Route de Bagnols EN Foret 83440 Tourrettes Lýsing: Golfstaðurinn er fyrrum Four Season’s staður. Terre Blanche er með tvo 18 holu golfvelli. Af báðum völlum Lesa meira
GVS: Petrún og Guðbjörn klúbbmeistarar 2013
Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fór fram í síðustu viku þ.e. hófst miðvikudaginn í s.l. viku og lauk nú á laugardaginn. Það voru 39 sem luku keppni. Klúbbmeistari er Guðbjörn Ólafsson, en hann lék hringina 4 á 21 yfir pari, 309 höggum (73 76 80 80). Í kvennaflokki sigraði Petrún Björg Jónsdóttir, á samtals 59 yfir pari, 347 höggum (81 87 91 88). Sjá má úrslit í Meistaramóti Golfklúbbs Vatnsleysustrandar hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Guðbjörn Ólafsson GVS -1 F 38 42 80 8 73 76 80 80 309 21 2 Ragnar Davíð Riordan GVS 1 F 45 38 83 11 75 79 78 83 315 27 3 Guðni Ingimundarson GVS Lesa meira
Heimslistinn: Blixt upp um 52 sæti
Svíinn Jonas Blixt sigraði í gær á Greenbriar Classic. Fyrir viku síðan var Blixt í 103. sæti, en fer nú vegna sigursins upp á topp-100 listann og betur en það hann er næstum því meðal efstu 50, er nú í 51. sæti! Graeme McDowell, sem var í 9. sæti heimslistans í síðustu viku fer upp í 6. sætið fyrir sigur sinn á Alstom Open de France. Efstu 5 sætin á heimslistanum eru óbreytt. Tiger er í 1. sæti; Rory er í 2. sæti; Justin Rose er í 3. sæti; Adam Scott er í 4. sæti og Matt Kuchar er í 5. sæti. GMac er eins og áður segir í 6. Lesa meira







