Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 20:15

Evróputúrinn: Mickelson vann Opna skoska eftir bráðabana

Phil Mickelson sigraði nú í kvöld á Opna skoska á Castle Stuart linksaranum, í Inverness, Skotlandi.

Hann lék samtals á 17 undir pari, 271 höggi (66 70 66 69) líkt og Branden Grace ( frá Suður-Afríku og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Mickelson vann bráðabanann með fugli þegar á fyrstu holu bráðabanans. Þetta er fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni.

Jafnir í 2. sæti urðu Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn og JB Hansen, sem komið hefir nokkuð á óvart í mótinu.  Báðir voru þeir Stenson og Hansen á 15 undir pari, 273 höggum.

Martin Laird átti síðan lægsta skor dagsins 68 högg, en hann deildi 5. sæti með 2 öðrum: Nicholas Colsaerts og Gareth Maybin.

Til þess að sjá úrslitin á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: