Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 08:00

GKS: Björn Steinar og Hulda klúbbmeistarar 2013

Meistaramóti Golfklúbbs Siglufjarðar lauk í gær, sunnudag 14. júlí 2013. Þátttakendur voru 12 og spilaðir voru 3 hringir.

Klúbbmeistarar urðu Björn Steinar Stefánsson á samtals 255 höggum (83 90 82) og í kvennaflokki sigraði Hulda Magnúsardóttir, á 282 höggum (94 98 90).

Leikið var í 3 flokkum: 1. og 2. flokki karla og  1. flokki kvenna. Hér má sjá myndir frá 3 efstu í hverjum flokki:

1. flokkur karla

F.v.: Grétar Bragi Hallgrímsson, klúbbmeistarinn 2013 Björn Steinar Stefánsson og Þorsteinn Jóhannsson. Mynd: GKS

F.v.: Grétar Bragi Hallgrímsson, klúbbmeistarinn 2013 Björn Steinar Stefánsson og Þorsteinn Jóhannsson. Mynd: GKS

2. flokkur karla

Sigurvegarar í 2. flokki á Meistaramóti GKS 2013. F.v.: Arnar Freyr Þrastarson, sigurvegari í 2. flokki Ólafur Þór Ólafsson og Kári Arnar Kárason, sem varð í 2. sæti. Mynd: GKS

Sigurvegarar í 2. flokki á Meistaramóti GKS 2013. F.v.: Arnar Freyr Þrastarson, sigurvegari í 2. flokki Ólafur Þór Ólafsson og Kári Arnar Kárason, sem varð í 2. sæti. Mynd: GKS

1. flokkur kvenna

Sigurvegarar í 1. flokki á Meistaramóti GKS 2013. F.v.: Jósefína Benediktsdóttir klúbbmeistari kvenna Hulda Magnúsardóttir og Ólína Þórey Guðjónsdóttir, sem varð í 2. sæti. Mynd: GKS

Sigurvegarar í 1. flokki á Meistaramóti GKS 2013. F.v.: Jósefína Benediktsdóttir klúbbmeistari kvenna Hulda Magnúsardóttir og Ólína Þórey Guðjónsdóttir, sem varð í 2. sæti. Mynd: GKS

Sjá má heildarúrslitin hér fyrir neðan:

1 Björn Steinar Stefánsson GKG 6 F 39 43 82 12 83 90 82 255 45
2 Grétar Bragi Hallgrímsson GKS 10 F 40 47 87 17 84 91 87 262 52
3 Þorsteinn Jóhannsson GKS 9 F 47 43 90 20 86 92 90 268 58
4 Ingvar Kristinn Hreinsson GKS 11 F 40 48 88 18 90 101 88 279 69
5 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 19 F 41 49 90 20 94 98 90 282 72
6 Kári Arnar Kárason GKS 20 F 45 49 94 24 91 103 94 288 78
7 Ólafur Þór Ólafsson GKS 16 F 41 49 90 20 101 97 90 288 78
8 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 23 F 45 51 96 26 102 110 96 308 98
9 Arnar Freyr Þrastarson GKS 18 F 52 47 99 29 104 109 99 312 102
10 Runólfur Birgisson GKS 22 F 53 55 108 38 97 116 108 321 111
11 Jósefína Benediktsdóttir GKS 21 F 58 60 118 48 117 113 118 348 138
12 Jóhanna Þorleifsdóttir GKS 27 F 64 58 122 52 119 133 122 374 164