Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 21:00

Golfgrín á sunnudegi

Á sólríkum sunnudegi ákveður prestur nokkur að sleppa messunni og fara þess í stað í golf.

Meðan öll sóknarbörnin bíða róleg og þolinmóð í kirkjunni eftir presti sínum, læðupokast sá síðastnefndi út um bakdyrnar á kirkjunni.

Án þess að hafa slegið einn einasta bolta á æfingasvæðinu, skellir hann sér beint út á völl. Og viti menn eftir aðeins 3 holur er hann kominn 4 undir par.

Í lokinn hefir hann náð 12 fuglum, 3 örnum og 3 ásum – sem sagt alger draumahringur, þannig að næstum jaðraði við skor Kim Il Sung í Norður-Kóreu!!!

Allt í allt var hann 24 undir pari, sem gerði svo mikið sem 88 punkta!!!

Presturinn getur vart trúað þessu, þegar himnarnir opnast og Guð segir við hann: „Jæja, sonur minn, áttir þú draumahring?“

Fullur eftirsjár og með slæmri samvisku segir presturinn: „Já, herra minn, þetta var alveg ótrúlegur brjálæðishringur. En ég skil þetta ekki?“

„Hvað skilur þú ekki sonur minn?“

„Ég er syndari, óverðugur. Ég ætti eiginlega að vera í kirkjunni að útbreiða orð þitt og þú gefur mér besta golfhring ævinnar!“

Og Guð hlær hátt og segir: „Aumingja þú, finnst þér ég vera að gefa þér gjöf? Hverjum ætlar þú að segja frá henni?“

—————————–

Brandari nr. 2

Prestur og nunna taka saman einn golfhring.

Á fyrstu holu missir presturinn af 3 metra pútt og ergilegur segir hann stundarhátt: „Fjandinn hafi það!“ Framhjá!“

„En prestur minn góði, sem Guðsmaður máttu ekki blóta svona,“ segir nunnan hneyksluð.

Á næstu holu missir presturinn enn af pútti, núna aðeins 2 metra pútti.  Og aftur blótar hann öllu í sand og ösku.

Nú verður nunnan reið og segir: „Prestur minn góði, ef þú blótar einu sinn enn megi elding ljósta þig!“

Á þriðju holunni missir presturinn af 1 metra pútti og öskrar reiðilega: „Fjandinn hafi það!“ Framhjá!“

Á því augnablikinu opnast himnarnir og eldingarglærur lýsa upp himinhvolfið og stór elding ljóstar …. nunnuna.

Og síðan heyrir presturinn röddu á himnum: „Fjandinn hafi það!“ Framhjá!“

—————————–

Brandari nr. 3

Presturinn var að fara í golf en bauð nunnunni far, þar sem klaustrið var á leiðinni út á golfvöll.  Og á leiðinni sá hann að kuflurinn hennar sveiflaðist frá hnénu á henni þannig að hann stóðst ekki mátið og greip um hnéð á henni og færði sig aðeins ofar en treysti sér ekki og setti hendina aftur á stýrið.

„Prestur góður, munið sálm 129.“

„Já, jáh, jáh,“ segir presturinn. Þetta endurtók sig tvisvar og í hvert sinn sem hann greip um hné hennar sagði hún: „Munið sálm 129.“

Og presturinn dró að sér hendina í skelfingu í hvert sinn og ætlaði aldeilis að muna sálm 129.

Svo þegar þau eru komin að klaustrinu þá var hún komin á sinn áfangastað og hann hélt bara leiðar sinnar, nema hann ákvað að hætta við að fara í golf, þar sem hann brann í skinninu að fá að vita hvernig sálmur 129 hljómaði. Hann snýr sem sagt við og keyrir heim.

Það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom heim til sín var að fletta upp sálmi 129. Og  þar stóð:„Farið hærra og þér munið öðlast eilífa sælu!!!¨