Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Óli Kristján Benediktsson – 15. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Óli Kristján Benediktsson.  Óli Kristján er fæddur 15. júlí 1991 og því 22 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH) og er núverandi klúbbmeistari klúbbsins, þ.e. klúbbmeistari 2012, en meistaramót GHH fer ekki fram fyrr en 20. júlí n.k. og spennandi að sjá hvort Óla Kristjáni takist að verja titil sinn. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (47 ára);  Marcel Siem, 15. júlí 1980 (33 ára);  Carmen Alonso,  15. júlí 1984 (29 ára)  ….. og ……

Andy Scheer (44 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is