
GG: Davíð Arthur Friðriksson klúbbmeistari 2013
Davíð Arthur Friðriksson varð í gær klúbbmeistari karla eftir þriggja holu bráðabana gegn Helga Dan Steinssyni.
Fyrir lokadaginn hafði Helgi Dan tveggja högga forystu á Davíð en síðasta hringinn lék Davíð á 72 höggum en Helgi Dan á 74 höggum.
Drengirnir léku því 10.11. og 12. holu í bráðabana. Jafnt var eftir tvær holur en á þeirri 12. setti Davíð 6 metra pútt í og tryggði sér sigurinn.
Glæsilega gert! Davíð Arthur varð m.a. klúbbmeistari 2011 og 2009 þannig að oddatöluárin virðast happa hjá honum!
Í fyrsta flokki sigraði Lárus Guðmundsson með nokkrum yfirburðum. Í öðrum flokki sigraði Halldór Einir Smárason. Í þriðja flokki sigraði Óli Björn Björgvinsson. Í fjórða flokki sigraði Daníel Guðni Guðmundsson og í eldri flokki 55 ára og eldri sigraði Bjarni Andrésson.
Hlutskörpust kvenna varð Gerða Kristín Hammer en hún og Þuríður tóku þátt í 3. flokki sem var opinn báðum kynjum þar sem einungis tvær konur voru þátttkendur í meistaramótinu að þessu sinni.
Heildarfjöldi þátttakenda í meistaramótinu var 56 sem en nokkru færra en undanfarin ár. Má rekja fækkunina til slæmrar veðurspár. Menn voru samt á einu máli að mótið hafi verið hið skemmtilegasta og nutu góðs matar á lokahófinu í góðri stemningu þar sem Hávarður tróð upp með gítar ásamt nokkrum gestasöngvurum. Allt fór þó vel fram og lauk skemmtuninni á miðnætti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024