Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 09:30

GG: Davíð Arthur Friðriksson klúbbmeistari 2013

Davíð Arthur Friðriksson varð í gær klúbbmeistari karla eftir þriggja holu bráðabana gegn Helga Dan Steinssyni.

Fyrir lokadaginn hafði Helgi Dan tveggja högga forystu á Davíð en síðasta hringinn lék Davíð á 72 höggum en Helgi Dan á 74 höggum.

Drengirnir léku því 10.11. og 12. holu í bráðabana.  Jafnt var eftir tvær holur en á þeirri 12. setti Davíð 6 metra pútt í og tryggði sér sigurinn.

Glæsilega gert!  Davíð Arthur varð m.a. klúbbmeistari 2011 og 2009 þannig að oddatöluárin virðast happa hjá honum!

Í fyrsta flokki sigraði Lárus Guðmundsson með nokkrum yfirburðum.  Í öðrum flokki sigraði Halldór Einir Smárason.  Í þriðja flokki sigraði Óli Björn Björgvinsson.  Í fjórða flokki sigraði Daníel Guðni Guðmundsson og í eldri flokki 55 ára og eldri sigraði Bjarni Andrésson.

Hlutskörpust kvenna varð Gerða Kristín Hammer en hún og Þuríður  tóku þátt í 3. flokki sem var opinn báðum kynjum þar sem einungis tvær konur voru þátttkendur í meistaramótinu að þessu sinni.

Heildarfjöldi þátttakenda í meistaramótinu var 56 sem en nokkru færra en undanfarin ár.  Má rekja fækkunina til slæmrar veðurspár.  Menn voru samt á einu máli að mótið hafi verið hið skemmtilegasta og nutu góðs matar á lokahófinu í góðri stemningu þar sem Hávarður tróð upp með gítar ásamt nokkrum gestasöngvurum.  Allt fór þó vel fram og lauk skemmtuninni á miðnætti.