Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 13:30

„Dufnerast“ á Opna breska

Lindsey Vonn og Nadine Moze eru ágætis vinkonur.

Stórkylfingurinn Jason Dufner og Nadine ákváðu að kynna Lindsey fyrir „Dufnering“ og fékk Lindsey að „dufnerast“ svolítið með „órigínalinu“ sjálfu Jason Dufner og vinkonu sinni Nadine og það á Opna breska!

„Dufnering“ er æði sem hófst s.l. mars þegar Jason Dufner heimsótti J. Erik Jonsson Community skólann í Dallas fyrir mót og ljósmyndarar fundu Dufner þar sem honum hundleiddist greinilega inn í skólastofu og hann sat með uppgjafarsvip á gólfinu með krökkunum og hallaði sér upp að vegg skólastofunnar.

Þessi pósa vakti kátínu meðal félaga hans á PGA og kepptu allir við að láta taka af sér myndir í sömu stellingu og Jason Dufner og má sjá brot þeirra mynda með því að  SMELLA HÉR: 

Það að „dufnerast“ eða „dufnering“ eins og það nefnist á ensku varð að hálfgerðu æði.

Þau Lindsey, Jason og Nadine skemmtu sér stórkostlega við að „dufnerast“ svolítið!