Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 22:30

Afmæliskylfingur dagsins: Zane Scotland ——- 17. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Zane Scotland. Scotland fæddist í Manchester á Englandi 17. júlí 1982 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2003 eða fyrir nákvæmlega áratug og hefir á ferlinum sigrað 1 sinni þ.e. á ABC Solution UK Championship á PGA Europro Tour. Sem áhugamaður sigraði hann Peter McEvoy Trophy árið 2000. Zane er frændi Patrica Scotland, barónessu af Skotlandi Ashtal.

Það er vel við hæfi að Scotland sé afmæliskylfingur dagsins því á morgun hefst risamót allra risamóta einmitt í Skotlandi og Zane dæmigerður fyrir nafnagift þar fyrir u.þ.b. 30 árum en þá var mikið í tísku að skýra börn sín nöfnum sem byrjuðu á Z, Zane, Zeno, Zoe o.s.frv.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Steven O´Hara, 17. júlí 1980 (33 ára Skoti) …. og …..

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is