Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 09:00

GHD: Ólöf María og Heiðar Davíð klúbbmeistarar 2013

Í gær flutti Golf1.is fréttir af því að Heiðar Davíð Bragason hefði orðið klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar.  En það dugar golfkennaranum Heiðari Davíð svo sannarlega ekki til því hann tók líka þátt í meistaramóti Golfklúbbsins Hamars á Dalvík, þar sem hann þjálfar alla góðu krakkana í klúbbnum, sem eru að slá í gegn á Íslandsbankamótaröðinni í ár.

Og Heiðar Davíð er klúbbmeistari Golfklúbbsins Hamars á Dalvík 2013 og líklega eini kylfingurinn á landinu sem er klúbbmeistari í tveimur klúbbum á sama tíma!!!

Og það er ein af duglegu nemendunum hans, Íslandsmeistarinn í holukeppni í flokki 14 ára og yngri, Ólöf María Einarsdóttir, sem varð klúbbmeistari kvenna, en Ólöf María er aðeins 14 ára ung og eflaust með yngstu klúbbmeisturum á landinu!!!

Púttmeistari meistaramóts GHD 2013: Aron Snær Guðmundsson. Mynd: GHD

Púttmeistari meistaramóts GHD 2013: Arnór Snær Guðmundsson. Mynd: GHD

Heiðar Davíð lék hringina fjóra á Arnarholtsvelli á meistaramóti GHD á samtals glæsilegum 3 undir pari, 277 höggum (68 74 67 68) og átti 2 högg á Íslandsmeistarann í holukeppni 14 ára og yngri stráka Arnór Snæ Guðmundsson, sem einnig var á glæsiskori 1 undir pari, 279 höggum (68 73 69 69).  Þess mætti geta að Arnór Snær varð púttmeistari meistaramótsins  Í 3. sæti varð síðan Sigurður Ingvi Rögnvaldsson á samtals 10 yfir pari.

Klúbbmeistari kvenna í GHD 2013 var s.s. áður sagði hin 14 ára Ólöf María Einarsdóttir. Hún lék á samtals 26 yfir pari og átti 4 högg á Elísu Rún Gunnlaugsdóttur, sem varð í 2. sæti.  Í 3. sæti varð síðan Birta Dís Jónsdóttir.  Allt fallegir og góðir kylfingar, sem eiga framtíðina fyrir sér!!!

Þátttakendur í ár voru 27 þar af 12 konur, sem er næstum því helmingur og ljóst að hlutfall kvenþátttakenda í meistaramótinu er með því hæsta á Dalvík af öllu landi, ef ekki hæst, enda frábærir kvenkylfingar í GHD!!!  Keppt var í 5 flokkum.

Úrslit í meistaramóti GHD 2013 voru eftirfarandi: 

Sigurvegarar á meistaramóti GHD 2013 í meistaraflokki karla. F.v.: Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, Heiðar Davíð klúbbmeistari GHD 2013 og Aron Snær, sem varð í 2. sæti. Mynd: GHD

Sigurvegarar á meistaramóti GHD 2013 í meistaraflokki karla. F.v.: Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, Heiðar Davíð Bragason klúbbmeistari GHD 2013 og Aron Snær Guðmundsson, sem varð í 2. sæti. Mynd: GHD

Meistaraflokkur karla

1 Heiðar Davíð Bragason -5 F 34 34 68 -2 68 74 67 68 277 -3
2 Arnór Snær Guðmundsson GHD 3 F 34 35 69 -1 68 73 69 69 279 -1
3 Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD 0 F 37 39 76 6 73 72 69 76 290 10
4 Andri Geir Viðarsson GHD 3 F 40 41 81 11 80 80 83 81 324 44
5 Sigurður Jörgen Óskarsson GHD 7 F 39 41 80 10 89 93 82 80 344 64
Sigurvegarar í meistaraflokki kvenna á meistaramóti GHD 2013. Mynd: GHD

Sigurvegarar í meistaraflokki kvenna á meistaramóti GHD 2013. F.v.: Elísa Rún Gunnlaugsdóttir, 2. sæti, Klúbbmeistari kvenna 2013 Ólöf María Einarsdóttir og Birta Dís Jónsdóttir, 3. sæti.  Mynd: GHD

Meistaraflokkur kvenna

1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 9 F 41 35 76 6 78 77 75 76 306 26
2 Elísa Rún Gunnlaugsdóttir GHD 10 F 38 39 77 7 79 74 80 77 310 30
3 Birta Dís Jónsdóttir GHD 5 F 39 44 83 13 82 80 78 83 323 43
4 Ásdís Dögg Guðmundsdóttir GHD 0
5 Dóra Kristín KristinsdóttirForföll GHD 13 F 52 47 99 29 94 99 193 53
F.v.: Dónald

Sigurvegarar í 1. flokki karla á meistaramóti GHD 2013. F.v.: Bjarni Jóhann, Dónald og Guðmundur Stefán. Mynd: GHD

1. flokkur karla

1 Dónald Jóhannesson GHD 14 F 45 46 91 21 87 90 91 91 359 79
2 Bjarni Jóhann Valdimarsson GHD 13 F 43 43 86 16 107 95 95 86 383 103
3 Guðmundur Stefán Jónsson GHD 14 F 48 43 91 21 109 99 98 91 397 117
4 Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson GHD 17 F 50 57 107 37 99 100 102 107 408 128
Sigurvegarar í 1. fl. kvenna á meistaramóti GHD 2013. F.v.: Marsibil, Snædís Ósk klúbbmeistari í 1. flokki kvenna og Indíana Auður. Mynd: GHD

Sigurvegarar í 1. fl. kvenna á meistaramóti GHD 2013. F.v.: Marsibil, Snædís Ósk klúbbmeistari í 1. flokki kvenna og Indíana Auður. Mynd: GHD

1. flokkur kvenna

1 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD 23 F 45 45 90 20 89 98 92 90 369 89
2 Indíana Auður Ólafsdóttir GHD 20 F 49 45 94 24 99 101 99 94 393 113
3 Marsibil Sigurðardóttir GHD 30 F 56 50 106 36 107 113 110 106 436 156
4 Bryndís Björnsdóttir GHD 26 F 56 48 104 34 126 106 112 104 448 168
5 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 36 F 57 51 108 38 122 112 118 108 460 180
6 Ásrún Jana Ásgeirsdóttir GHD 36 F 54 53 107 37 121 121 137 107 486 206
7 Hlín TorfadóttirForföll GHD 30 F 65 62 127 57 127 127 57
Sigurvegarar í 2. fl. karla á meistaramóti GHD 2013. F.v. Aðalsteinn Már, Kristján Már og Guðmundur Ingi. Mynd: GHD

Sigurvegarar í 2. fl. karla á meistaramóti GHD 2013. F.v. Aðalsteinn Már, Kristján Már og Guðmundur Ingi. Mynd: GHD

2. flokkur karla

1 Kristján Már Þorsteinsson GHD 34 F 48 55 103 33 96 113 106 103 418 138
2 Aðalsteinn M Þorsteinsson GHD 31 F 49 52 101 31 120 112 112 101 445 165
3 Guðmundur Ingi Jónatansson GHD 29 F 50 63 113 43 138 116 118 113 485 205
4 Gísli Bjarnason GHD 28 F 67 63 130 60 119 137 123 130 509 229
5 Valur Björgvin Júlíusson GHD 36 F 71 62 133 63 128 133 118 133 512 232
6 Magnús G Gunnarsson GHD 36 F 68 75 143 73 145 130 120 143 538 258