Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 13:00

Upphitun fyrir Opna breska – Myndskeið

Nú er þetta alveg að bresta á: 3. risamótið á árinu að fara að hefjast og það 142. röðinni í sögu Opna breska.

Opna breska er það elsta af risamótunum 4 og það risamót með flestu hefðirnar.  Það fer nú í ár fram á Muirfield linksaranum í Skotlandi en á þeim velli fór Opna breska fram 1872 og hefir verið haldið þar nokkru sinnum síðan.

Sá sem á titil að verja er Ernie Els frá Suður-Afríku, þar sem hann vann eftirminnilegan sigur á Royal Lytham & St. Annes í fyrra, en Ernie er jafnframt sá sem síðast vann á Muirfield þegar mótið var haldið þar síðast, árið 2002.

Hér má sjá smá upphitun fyrir Opna breska SMELLIÐ HÉR: