Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 08:00

GSE: Herdís og Helgi Birkir klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs í Hafnarfirði fór fram dagana 10.-14. júlí 2013.  Þátttakendur í ár voru 118 þar af 20 konur.

Klúbbmeistari GSE 2013 er Helgi Birkir Þórisson.  Hann lék hringina 4 á 6 yfir pari, 294 höggum (75 73 73 73).  Í 2. sæti varð klúbbmeistari GSE 2012 Hrafn Guðlaungsson og munaði aðeins 1 höggi á honum og Helga Birki.

Klúbbmeistari kvenna í GSE er Herdís Hermannsdóttir en hún lék á 100 yfir pari, 388 höggum.

Sjá má öll úrslit og myndir frá verðlaunaafhendingu meistaramóts GSE 2013 með því að SMELLA HÉR: