Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 23:00

GH: Jóhanna og Unnar Þór klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur fór fram dagana 10.-13. júlí s.l. Þátttakendur voru 25 þar af 5 kvenkylfingar.

Veður var kylfingum Húsavíkur hagstætt og gekk mótið vel fyrir sig.

Fyrsti flokkur karla lék 4 hringi, 1. flokkur kvenna og 2. flokkur karla spiluðu 3 hringi í höggleik og 2. flokkur kvenna og 3. flokkur karla léku 2 daga skv. punktaleikfyrirkomulagi.

Klúbbmeistarar GH 2013 eru Unnar Þór Axelsson sem lék hringina 4 á 26 yfir pari, 306 höggum (76 82 69 79). Í 2. sæti varð Sigurður Hreinsson 3 höggum á eftir Unnari Þór og í 3. sæti varð Axel Reynisson á samtals 39 yfir pari.

Klúbbmeistari kvenna í GH er Jóhanna Guðjónsdóttir en hún lék hringina 3 á samtals 63 yfir pari, 273 höggum (92 84 97).  Í 2. sæti varð Oddfríður Dögg Reynisdóttir á samtals 89 yfir pari og í 3. sæti varð Birna Dögg Magnúsdóttir.

Úrslit í meistaramóti GH 2013 urðu eftirfarandi:

1. flokkur karla

1 Unnar Þór Axelsson GH 3 F 39 40 79 9 76 82 69 79 306 26
2 Sigurður Hreinsson GH 4 F 37 38 75 5 75 77 82 75 309 29
3 Axel Reynisson GH 5 F 43 39 82 12 82 75 80 82 319 39
4 Helgi Héðinsson GH 5 F 42 42 84 14 81 75 81 84 321 41
5 Örvar Þór Sveinsson GH 5 F 42 39 81 11 81 80 84 81 326 46
6 Arnar Vilberg Ingólfsson GH 4 F 41 50 91 21 76 81 80 91 328 48
7 Magnús Guðjón Hreiðarsson GH 8 F 44 40 84 14 87 81 83 84 335 55
8 Arnþór Hermannsson GH 4 F 42 38 80 10 87 91 79 80 337 57
9 Guðmmundur Smári Gunnarsson GH 10 F 43 42 85 15 87 85 83 85 340 60
10 Jón Elvar Steindórsson GH 5 F 46 45 91 21 85 83 83 91 342 62
11 Skarphéðinn Ívarsson GH 8 F 42 41 83 13 80 85 95 83 343 63
12 Bergþór Atli Örvarsson GH 10 F 46 52 98 28 78 86 85 98 347 67
13 Pálmi Pálmason GH 11 F 42 48 90 20 86 89 90 90 355 75
14 Benedikt Þór Jóhannsson GH 7 F 46 44 90 20 84 91 94 90 359 79
15 Agnar Daði Kristjánsson GH 12 F 51 51 102 32 90 102 98 102 392 112

1. flokkur kvenna

1 Jóhanna Guðjónsdóttir GH 14 F 48 49 97 27 92 84 97 273 63
2 Oddfríður Dögg Reynisdóttir GH 18 F 51 50 101 31 97 101 101 299 89
3 Birna Dögg Magnúsdóttir GH 15 F 49 54 103 33 91 120 103 314 104
4 Sólveig Jóna SkúladóttirRegla 6-8a: Leik hætt GH 20 F 53 55 108 38 108 108 38

2. flokkur karla

1 Kristinn Vilhjálmsson GH 15 F 48 45 93 23 97 96 93 286 76
2 Sigurjón Sigurðsson GH 20 F 52 49 101 31 94 92 101 287 77
3 Bjarni Sveinsson GH 13 F 51 47 98 28 93 97 98 288 78
4 Einar Halldór Einarsson GH 16 F 52 41 93 23 104 102 93 299 89
5 Ásgeir Hilmarsson GH 22 F 55 60 115 45 121 97 115 333 123

2. flokkur kvenna

1 Harpa Gunnur Aðalbjörnsdóttir GH 25 F 54 56 110 40 112 110 222 82

3. flokkur karla

1 Sighvatur Karlsson GH 27 F 58 52 110 40 112 110 222 82