Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 19:45

Hanson og Oosthuizen úr keppni vegna meiðsla

Louis Oosthuizen, meistari Opna breska 2010 varð að draga sig úr keppni á Opna breska í dag, vegna meiðsla í hálsi og hnakka meðan Svíinn Peter Hanson dró sig úr mótinu eftir aðeins 5 holur vegna bakmeiðsla. Hanson hefir átt við bakmeiðsli að stríða frá því í maí og hann var sá eini af sigurliði Evrópu í Ryder Cup 2012 til þess að missa af BMW PGA Championship í Wentworth vegna þessa. Hanson sagði fyrir mót að hann væri aðeins 50% í lagi en hann ákvað að reyna að tía upp eftir að hafa tekið sér frí… og kom þar með í veg fyrir að Hollendingurinn Joost Luiten fengi sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 18:30

Kristján fór holu í höggi

Í fyrradag, þriðjudaginn 16. júlí fór Kristján Vigfússon holu í höggi á 6. braut Hvaleyrarinnar. Sjötta braut Hvaleyrarinnar er 128 metra löng og notaði  Kristján 7-járn við draumahöggið! Höggið var að sögn  þráðbeint á stöng – lenti 10 metrum framan við og rúllaði beint ofan í. Það var allt nýsandborið og  hægt að sjá ferli kúlunnar frá flatarkanti í holu ef vel var að gáð. Golf1 óskar Kristjáni innilega til hamingju með ásinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 15:00

Stripplingar á Opna breska

Í gegnum tíðina hafa ýmsir einstaklingar fengið útrás fyrir sýniþörf sína á milljónarisamóti sem Opna breska, þar sem mörg þúsund fylgjast með „í beinni“ þ.e. á staðnum og síðan margar milljónir í gegnum ýmsa aðra miðla s.s. í sjónvarpi eða á netinu. Þó brotið sé á virðuleik mótsins og gegn blygðunarsemi ýmissa áhorfenda þá er því ekki að neita að sumir eru ansi uppátektarsamir og skemmtilegar myndirnar 12 sem golf.com hefir tekið saman af stripplingunum. Til þess að sjá stripplingasamantekt golf.com af stripplingum á Opna breska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 14:30

Jimenez byrjar vel á Opna breska

Miguel Angel Jimenez byrjaði vel á Opna breska risamótinu í dag en hann var á 3 undir pari, 68 höggum. Það eru 25 ár síðan Seve Ballesteros vann síðasta af 3 Opnu bresku risamótumsigrum sínum og það er ástæða þess að flestum spænsku keppendunum langar enn meir að sigra. Jimenez sagði um það: „Það væri frábært ef Spánverji ynni mótið og það væri enn betra ef það væri ég. En maður veit aldrei hvað gerist. Það eru 3 hringir eftir. Það eina sem maður verður að gera er að skemmta sér!“ Aðspurður um skíðaslys sitt um jólin þegar hann fótbrotnaði og varð að vera frá keppni sagði Jimenez: „Ég er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 14:00

Rory heillum horfinn – var á 79 á 1. hring Opna breska! – Svarar Faldo fullum hálsi

Rory átti erfiða byrjun á Opna breska í dag. Hann lauk 1. hring á 8 yfir pari, 79 höggum og virðist algerlega heillum horfinn. Á hringnum fékk hann 2 fugla, 8 pör, 6 skolla og 2 skramba.  Þetta lítur meira út eins og gott skor hjá meðalskussa en nr. 2 á heimslistanum! Margir hafa orðið til að gagnrýna aumingja Rory á þessum erfiðistímum.  Johnny Miller sagði að Caroline Wozniacki hefði skemmt leik Rory – Nick Faldo sagði að Rory ætti bara að einbeita sér meira að æfingum. Og nú í vikunni svaraði Rory, Nick Faldo fullum hálsi. „Hvað er eiginlega málið?“ spurði Rory. „Ég hef ekki átt bestu 6 mánuði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Kolbrún Lilja, Ólafur Arnarson og Nick Faldo – 18. júlí 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru Kolbrún Lilja og Ólafur Arnarson.  Kolbrún Lilja er fædd 18. júlí 1973 og á því 40 ára merkisafmæli. Ólafur er fæddur 18.júlí 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!  Kolbrún Lilja og Ólafur eiga sama afmælisdag og ekki ómerkari kylfingur en Sir Nick Faldo, sem einmitt er þessa dagana að spóka sig í bresku fánalitunum á Muirfield, þar sem Opna breska risamótið hófst í morgun, en Faldo, sem einmitt sigraði eftirminnilega 1987 þar, tekur nú sem fyrr þátt í mótinu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með merkisafmælin hér að neðan: Kolbrún Lilja (40 ára stórafmæli!!! – Innilega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 10:15

GD: Sigrún María og Elías Björgvin klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbsins Dalbúa fór fram dagana 13.-14. júlí 2013 og lauk nú s.l sunnudag. Klúbbmeistarar Golfklúbbsins Dalbúa 2013 eru Elías Björgvin Sigurðsson og Sigrún María Ingimundardóttir. Sjá má ljósmyndir frá verðlaunaafhendingu á meistaramóti GD með því að SMELLA HÉR: Höggleikur með forgjöf: Karlar 1. sæti – Elías Björgvin Sigurðsson á 153 höggum brúttó, 137 höggum nettó eða 5 undir forgjöf 2. sæti – Kristófer Dagur Sigurðsson á 159 höggum brúttó eða 149 nettó 3. sæti – Sigurjón Guðmundsson á 160 höggum brúttó eða 150 nettó Konur 1. sæti – Sigrún María Ingimundardóttir á 192 höggum brúttó eða 164 höggum nettó 2. sæti – Hafdís Ingimundardóttir á 205 höggum brúttó eða 171 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 10:00

GHG: Ásgerður Þórey og Þorsteinn Ingi klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbs Hveragerðis fór fram dagana 11.-14. júlí 2013 og lauk nú s.l. sunnudag.  Þátttakendur voru 49, þar af 14 konur. Klúbbmeistarar GHG 2013 eru Þorsteinn Ingi Ómarsson og Ásgerður Þórey Gísladóttir. Þorsteinn Ingi lék hringina 4 á samtals 24 yfir pari, 312 höggum (81 78 76 77). Ásgerður Þórey hins vegar spilaði á samtals 105 yfir pari, 393 höggum (100 97 96 100). Helstu úrslit í meistaramóti Golfklúbbs Hveragerðis 2013 eru eftirfarandi: Sæti Högg   Meistaraflokkur karla 1 Þorsteinn Ingi Ómarsson 312 2 Birgir Rúnar Steinarsson Busk 320 3 Auðunn Elvar Auðunsson 334   Meistaraflokkur kvenna 1 Ásgerður Þórey Gísladóttir 393 2 Kolbrún Bjarnadóttir 396 3 Ásta Björg Ásgeirsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 09:00

GSS: Árny Lilja og Oddur klúbbmeistarar 2013

Meistaramót GSS var haldið dagana 10.-13. júlí s.l. Alls tóku 32 keppendur þátt og var keppt í 6 flokkum. Eftir 72 holur voru Oddur Valsson og Jóhann Örn Bjarkason jafnir á 320 höggum og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit.  Oddur vann eftir fyrstu holu með pari á meðan Jóhann Örn spilaði á skolla. Þetta er í 2. sinn sem Oddur verður klúbbmeistari GSS. Árný Lilja Árnadóttir vann öruggan sigur í meistaraflokki kvenna, spilaði hringina fjóra á 339 höggum og var Sigríður Elín Þórðardóttir í öðru sæti á 356 höggum.  Þetta var í 12. skipti sem Árný Lilja verður klúbbmeistari GSS sem er stórglæsilegur árangur og skipar henni í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 00:15

Fannar Ingi á 71 höggi eftir 2. dag á Callaway Junior World Golf Championship!

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG,  tekur þátt í Callaway Junior World Golf Championship, sem fram fer í Morgan Run Resort and Club, í Kalíforníu, dagana 15.-19. júlí 2013. Í gær 2. mótsdag lék hann á 71 höggi og er því samtals búinn að spila á 145 höggum. Glæsilegur árangur þetta hjá Fannari Inga!!! Nokkrir eiga eftir að ljúka keppni og því ekki vitað þegar þetta er ritað í hvaða sæti Fannar Ingi er í eftir 2. dag. Sem stendur deilir Fannar Ingi 32. sætinu með nokkrum öðrum kylfingum, en 170 leika í hans hluta mótsins.  Raðað er niður eftir skori á 3 hring. Callaway Junior World Golf Championship er eitt elsta Lesa meira