Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Mynd: Steingrímur Ingason
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 00:30

Fannar Ingi á 3 yfir pari á Callaway Junior World Golf Championship eftir 1. dag

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG,  tekur þátt í Callaway Junior World Golf Championship, sem fram fer í Morgan Run Resort and Club, í Kalíforníu, dagana 15.-19. júlí 2013.

Um 1250 þátttakendur eru í mótinu og fá elstu keppendurnir að spila á Torrey Pines golfvellinum. Spilað er á 11 völlum.

Fannar Ingi byrjaði ágætlega í gærmorgun en hann lék á 3 yfir pari, 74 höggum og deilir 28. sæti eftir 1. dag.

Þetta var ágætt skor hjá honum, en fuglarnir létu á sér standa þó færin væru mörg.

Fannar Ingi á rástíma á morgun kl. 12:10 að staðartíma (þ.e. kl.  19:10 hér heima á Íslandi)

Raðað upp eftir skori á 3. hring, sem fram fer á fimmtudaginn.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Callaway Junior World Golf Championship með því að SMELLA HÉR: