
Fannar Ingi á 71 höggi eftir 2. dag á Callaway Junior World Golf Championship!
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, tekur þátt í Callaway Junior World Golf Championship, sem fram fer í Morgan Run Resort and Club, í Kalíforníu, dagana 15.-19. júlí 2013.
Í gær 2. mótsdag lék hann á 71 höggi og er því samtals búinn að spila á 145 höggum. Glæsilegur árangur þetta hjá Fannari Inga!!!
Nokkrir eiga eftir að ljúka keppni og því ekki vitað þegar þetta er ritað í hvaða sæti Fannar Ingi er í eftir 2. dag. Sem stendur deilir Fannar Ingi 32. sætinu með nokkrum öðrum kylfingum, en 170 leika í hans hluta mótsins. Raðað er niður eftir skori á 3 hring.
Callaway Junior World Golf Championship er eitt elsta og virtasta áhugamannamót fyrir börn og unglinga og mótshaldarar afar stoltir af fyrri sigurvegurum mönnum á borð við Tiger og Ernie Els.
Í ár eru þátttakendur 1250 frá 40 ríkjum Bandaríkjanna og 56 löndum alls staðar að úr heiminum. Í gær tók Fannar Ingi t.a.m æfingahring með drengjum frá Kazakhstan og Venuzuela.
Líkt og á unglingamótaröðinni hér heima fá foreldrar ekki að vera kaddýar krakkanna sinna; reyndar eru kaddýar ekki leyfðir og öll samskipti bönnuð, þar sem litið er svo á að í þeim geti falist „aðstoð.“ Krakkarnir eiga að taka sínar eigin ákvarðanir.
Elstu keppendurnir fá að spila Torrey Pines, sem er m.a. keppnisvöllur á PGA Tour, en spilað er á 11 völlum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Callaway Junior World Golf Championship SMELLIÐ HÉR:
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1