Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 18:30

Kristján fór holu í höggi

Í fyrradag, þriðjudaginn 16. júlí fór Kristján Vigfússon holu í höggi á 6. braut Hvaleyrarinnar.

Sjötta braut Hvaleyrarinnar er 128 metra löng og notaði  Kristján 7-járn við draumahöggið!

Höggið var að sögn  þráðbeint á stöng – lenti 10 metrum framan við og rúllaði beint ofan í.

Það var allt nýsandborið og  hægt að sjá ferli kúlunnar frá flatarkanti í holu ef vel var að gáð.

Golf1 óskar Kristjáni innilega til hamingju með ásinn!!!