Árný Lilja Árnadóttir og Oddur Valsson, klúbbmeistarar GSS 2013. Mynd GSS
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2013 | 09:00

GSS: Árny Lilja og Oddur klúbbmeistarar 2013

Meistaramót GSS var haldið dagana 10.-13. júlí s.l.

Alls tóku 32 keppendur þátt og var keppt í 6 flokkum.

Þátttakendur í meistaramóti GSS. Mynd: GSS

Þátttakendur í meistaramóti GSS. Mynd: GSS

Eftir 72 holur voru Oddur Valsson og Jóhann Örn Bjarkason jafnir á 320 höggum og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit.  Oddur vann eftir fyrstu holu með pari á meðan Jóhann Örn spilaði á skolla. Þetta er í 2. sinn sem Oddur verður klúbbmeistari GSS.

Árný Lilja Árnadóttir vann öruggan sigur í meistaraflokki kvenna, spilaði hringina fjóra á 339 höggum og var Sigríður Elín Þórðardóttir í öðru sæti á 356 höggum.  Þetta var í 12. skipti sem Árný Lilja verður klúbbmeistari GSS sem er stórglæsilegur árangur og skipar henni í lið með þeim konum sem hvað oftast hafa orðið klúbbmeistarar á Íslandi, þ.e. Jakobínu Guðlaugsdóttur heitinni úr GV, sem varð klúbbmeistari 21 sinnum, Ragnhildi Sigurðardóttur GR og Þórdísi Geirsdóttur, GK, sem orðið hafa klúbbmeistarar 16 sinnum og Ingu Magnúsdóttir, GK, sem oftast hefir orðið klúbbmeistari GA, eða 10 sinnum.

Árný Lilja og Oddur klúbbmeistarar GSS 2013. Mynd: GSS

Árný Lilja og Oddur klúbbmeistarar GSS 2013. Mynd: GSS

Sjá má myndir frá verðlaunaafhendingu í meistaramóti GSS 2013 með því að SMELLA HÉR: 

Úrslit voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla: 

1.  Oddur Valsson 320 högg

2.  Jóhann Örn Bjarkjason 320 högg

3.  Arnar Geir Hjartarson 329 högg

Meistaraflokkur kvenna:

1. Árný Lilja Árnadóttir 339 högg

2. Sigríður Elín Þórðardóttir 356 högg

3. Matthildur Guðnadóttit 363 högg

1. flokkur karla:

1. Atli Freyr Rafnsson 352 högg

2. Magnús Gunnar Gunnarsson 353 högg

3. Rafn Ingi Rafnsson 355 högg

2. flokkur karla:

1. Gunnar Þór Gestsson 368 högg

2. Sævar Steingrímsson 380 högg

3. Unnar Rafnsson 397 högg

3. flokkur karla:

1. Hákon Ingi Rafnsson 403 högg

2. Guðni Kristjánsson 409 högg

3. Sveinn Allan Morthens

Byrjendaflokkur kvenna  spiluðu 3 x 9 holur.

1. Kristbjörg Kemp 185 högg

2. Nína Þóra Rafnsdóttir 194 högg

3. Hafdís Skarphéðinsdóttir 202 högg

Hægt er að skoða myndir frá verðlaunaafhendingu á facebook síðu sem heitir ”Golfmyndir GSS”

Texti og myndir: GSS