Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2013 | 08:30

GÖ: Kristín og Bergþór klúbbmeistarar 2013

Dagana 18.-20. júlí fór fram Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ).  Í ár tóku 90 þátt, þar af 29 kvenkylfingar (konur sem sagt 1/3 þátttakanda, sem er fremur hátt hlutfall kvenþátttakanda í meistaramótum, sem ber að fagna!!!)  Auk þess fór fram sérstakt meistaramót unglinga þar sem þátttakendur voru 4. Klúbbmeistarar eru Bergþór Jónsson, GR, en hann lék á samtals 26 yfir pari (78 83 75) og átti hann 4 högg á þann sem varð í 2. sæti: Þóri Baldvin Björgvinsson, GÖ. Í 3. sæti varð síðan Þorsteinn Þorsteinsson, GÖ á samtals 44 yfir pari. Klúbbmeistari kvenna í GÖ er Kristín Guðmundsdóttir, en hún fékk litla samkeppni; var eini keppandinn í meistarflokki kvenna. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2013 | 08:00

LET: Pace vann Opna spænska!

Það var Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku sem sigraði á Opna spænska kvennamótinu, sem fram fór í Club de Campo Villa de Madrid, á Spáni nú um helgina. Lee-Anne lék á samtals 13 undir pari og átti 1 högg á fyrrum W-7 módelið sænska, Mikaelu Parmlid, sem varð í 2. sæti. Í 3. sæti varð síðan enn eitt W-7 módelið, Joanna Klatten frá Englandi á samtals 9 undir pari. Lee Anne er fædd 15. febrúar 1981 og er því 32 ára.  Þetta er 7. sigur hennar á Evrópumótaröð kvenna, en hún gerðist atvinnumaður árið 2005. Til þess að sjá úrslitin úr Opna spænska SMELLIÐ HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 23:59

Íslandsbankamótaröðin (5): Úrslit eftir síðari dag

Um helgina fóru fram tvö mót á Norðurlandi á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi. Leikið var á Jaðarsvelli og Arnarholtsvelli. Úrslit urðu eftirfarandi í aldursflokkum. Íslandsbankamótaröðin á Jaðarsvelli Piltar 17-18 ára 1. sæti  Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar  á 153 höggum 2. sæti  Kristinn Reyr Sigurðsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur á  154 höggum 3. sæti  Egill Ragnar Gunnarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 155 höggum Stúlkur 17-18 ára 1. sæti  Særós Eva Óskarsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 160 höggum 2. sæti  Gunnhildur Kristjánsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 163 höggum 3. sæti  Stefanía Elsa Jónsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar á 170 höggum. Drengir 15-16 ára 1. sæti  Henning Darri Þórðarson úr Golfklúbbnum Keil  á 149 höggum 2.-3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 20:00

Viðtalið: Hólmfríður Einarsdóttir, GKG.

Viðtalið í kvöld er við markaðs-og þjónustustjóra Íslandsbanka, sem er dyggur stuðningsaðili Unglingamótaraðarinnar. Hún varði í gær klúbbmeistaratitil sinn í Golfklúbbi Úthlíðar, en þau mæðginin urðu klúbbmeistarar GÚ 2013. Hér fer viðtalið: Fullt nafn:   Hólmfríður Einarsdóttir. Klúbbur:  GKG. Hvar og hvenær fæddistu?   Bolungarvík, 3. september 1972. Hvar ertu alin upp?   Í Bolungarvík, fyrir utan 3 ár á Ísafirði, á aldrinum 10-12 ára. Í hvaða starfi ertu?    Ég er markaðs-og þjónustustjóri Íslandsbanka. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Já, heldur betur, við spilum öll golf. Ég er gift Ragnari Þór Ragnarssyni frá Húsavík og eigum við 3 börn:   Emil Þór 18 ára, Ölmu Rún, 12 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 19:00

GÚ: Mæðgin – Hólmfríður og Emil Þór klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar fór fram dagana 19.-20. júlí og lauk í gær.  Það voru 53 sem luku keppni í mótinu, þar af 15 kvenkylfingar. Það eru mæðginin, Emil Þór Ragnarsson, GKG og Hólmfríður Einarsdóttir, GKG sem eru klúbbmeistarar GÚ 2013!!! Emil Þór lék á samtals 1 yfir pari, 141 höggi (67 74) og var fyrri hringurinn sérlega glæsilegur en þá spilaði Emil Þór á 3 undir pari, 67 höggum.  Í 2.-3. sæti urðu Bjarki Þór Davíðsson, GÚ og faðir Emils Þórs, Ragnar Þór Ragnarsson, GKG, báðir á samtals 13 yfir pari. Hólmfríður, móðir Emils Þórs varði klúbbmeistaratitil sinn frá því í fyrra, en hún er nú klúbbmeistari GÚ, annað árið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 16:55

Mickelson sigraði á Opna breska!!!

Nú rétt í þessu var Phil Mickelson að sigra á 142. Opna breska risamótinu á Muirfield linksaranum, í Skotlandi. Sigurskorið í ár var upp á samtals 3 undir pari, 281 högg (69 74 72 66).  Óhætt er að segja að frábær lokahringur Mickelson upp á 5 undir par, 66 högg, hafi gert útslagið varðandi sigur hans. Þetta er 5. risamótstitill hins 43 ára Mickelson, en hann hefir þrívegis sigrað á Masters (2004, 2006 og 2010) og einu sinni á PGA Championship (2005). Þetta er hins vegar fyrsti sigurinn á Opna breska…. þannig að nú á Phil „bara“ eftir að sigra á Opna bandaríska til þess að hafa sigrað í öllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 16:45

GBO: Janusz Pawel og Eygló klúbbmeistarar 2013

Meistaramót GBO fór fram dagana 18.-20. júlí 2013. A-flokkur lék 54 holur, B-flokkur og kvennaflokkur 9 holur fimmtudag og föstudag og 18 holur í gær, laugardaginn 20. júlí eða allt í allt 36 holur hvor flokkur. Klúbbmeistarar GBO urðu Janusz Pawel Duszak og Eygló Harðardóttir. Janusz lék á samtals 15 yfir pari, 228 höggum (74 78 76) og Eygló lék á samtals 201 höggi (99 102), en konurnar léku 2 hringi. Sjá má heildarúrslit í meistaramóti GBO 2013 hér að neðan:  1 Janusz Pawel Duszak GBO 3 F 38 38 76 5 74 78 76 228 15 2 Chatchai Phothiya GBO 1 F 37 38 75 4 79 78 75 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 16:21

Stendur Mickelson uppi sem sigurvegari Opna breska 2013?

Phil Mickelson, sigraði á Opna skoska fyrir viku.  Skyldi honum takast að sigra á Opna breska líka, sem fram hefir farið á Muirfiled linksaranum nú í vikunni? Hann átti besta skor dagsins lék á 5 undir pari og það kom honum upp í 1. sætið nú þegar helstu keppinautarnir eiga örfáar holur óspilaðar. Phil átti magnaðan meistarahring og verðskuldar svo sannarlega að sigra á Opna breska.  Hann fékk hvorki meira né minna en 6 fugla á Muirfield og að vísu 1 skolla á par-4 10. brautinni. Já, Opna breska 2013 að verða búið en spennan í hámarki. Nær einhver Phil? Hér má sjá stöðuna á Opna breska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 16:00

GB: Bjarki á besta skorinu í Opna Nettó mótinu

Í gær fór fram á Hamarsvelli Opna Nettó mótið og luku 71 keppni, 65 karl- og 6 kvenkylfingar. Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sæti í punktakeppni með forgjöf. Það var Bjarki Pétursson, GB, sem var á besta skorinu en hann lék Hamarsvöll á 1 undir pari, 70 höggum. Fyrir 1. sætið hlaut Bjarki þriggja brennara grill og grilláhöld, sem á eftir að koma sér vel nú þegar veðrið á að fara að leika við kylfinga, sem aðra landsmenn síðsumars. Í 2. sæti í höggleiknum varð Haraldur Þórðarson,GKB, á sléttu pari, 70 höggum. Það var einmitt líka Haraldur Þórðarson GKB, sem varð í efsta sæti í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 15:00

GJÓ: Golfklúbburinn Jökull 40 ára

Golfklúbburinn Jökull í Ólafsvík er 40 ára í dag!!!! Golfklúbburinn Jökull var stofnaður 21. júlí 1973 . Einn af aðalhvatamönnum að stofnun Golfklúbbsins var Jafet Sigurðsson kennari og síðar kaupmaður hér í Ólafsvík. Stofnfélagar voru 44. Land undir golfvöll fékkst fyrst á Fróðárengjum vestan við Fróðá og voru það frekar frumstæðar aðstæður. Ekki voru félagar sáttir við vallarsvæðið og varð úr að golfvöllurinn var færður út á Sveinsstaði. Árið 1978 var farið að huga að nýju vallarstæði fyrir golfvöll og var samið við eigendur að landi Ytri Bugs um golfvöll til 5 ára. 1980 var samið við eigendur að Fróðá hf. um land undir golfvöll og 1986 var svo látið Lesa meira