Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2013 | 08:00

LET: Pace vann Opna spænska!

Það var Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku sem sigraði á Opna spænska kvennamótinu, sem fram fór í Club de Campo Villa de Madrid, á Spáni nú um helgina.

Lee-Anne lék á samtals 13 undir pari og átti 1 högg á fyrrum W-7 módelið sænska, Mikaelu Parmlid, sem varð í 2. sæti.

Í 3. sæti varð síðan enn eitt W-7 módelið, Joanna Klatten frá Englandi á samtals 9 undir pari.

Lee Anne er fædd 15. febrúar 1981 og er því 32 ára.  Þetta er 7. sigur hennar á Evrópumótaröð kvenna, en hún gerðist atvinnumaður árið 2005.

Til þess að sjá úrslitin úr Opna spænska SMELLIÐ HÉR: