Heimslistinn: Mickelson kominn í 2. sætið!
Eftir sigur sinn á Opna breska er Phil Mickelson búinn að velta Rory McIlroy úr 2. sæti heimslistans. Staða efstu 10 á heimslistanum er því þessi núna: 1. sæti Tiger 2. sæti Phil Mickelson 3. sæti Rory McIlroy 4. sæti Adam Scott 5. sæti Justin Rose 6. sæti Matt Kuchar 7. sæti Brandt Snedeker 8. sæti Graeme McDowell 9. sæti Luke Donald 10. sæti Lee Westwood (fer upp um 2 sæti og að nýju inn á topp-10) Til þess að sjá stöðuna á heimslistanum í heild SMELLIÐ HÉR:
Mercedes Benz golfbíllinn
Mercedes Benz efndi til samkeppni meðal golfáhugamanna og bað um að hannaður yrði golfbíll framtíðarinnar. Í 1. verðlaun fyrir bestu hönnunina var ferð á Opna breska sem lauk nú á sunnudaginn með sigri Phil Mickelson. Fyrstu verðlaun hlaut eftirfarandi bíll, sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan (smellið á hana til þess að stækka hana): Þýski bílaframleiðandinn sagði þetta væri svokölluð framtíðarsýn á golfbíl, en hér má sjá bakhlið bílsins: Það er nóg rými fyrir golfpokanna s.s. vera ber í golfbíl og meðal þess sem finnst inn í bílnum eru höldur fyrir bolla sem ýmist halda drykkjum ísköldum eða sjóðandi heitum allt eftir því hvort spilað er á Lesa meira
Allt er fertugum fært!
Svo virðist sem fertugir kylfingar hafi verið einstaklega sigurvísir á elsta rismóti, risamótanna 4, Opna breska. Phil Mickelson varð 43 ára 16. júní á þessu ári. Hann er 3. kylfingurinn í röð sem er kominn yfir fertugt, þegar hann vinnur Opna breska; hinir eru Darren Clarke (en hann var 42 ára 2011) og Ernie Els sem líka var 42 ára þ.e. 2012). Sal Johnson höfundur www.golfstats.com segir að þetta sé í fyrsta sinn í langri sögu Opna breska, sem 3 sigurvegarar mótsins í röð hafi verið yfir 40 ára. Kannski eru kylfingar rétt farnir að ná þroska til þess að sigra á risamóti þegar komið er í kringum 40 Lesa meira
Mini Tour kylfingur með hring upp á 56
Í Bandaríkjunum eru allskyns litlar mótaraðir sem ganga undir samheitinu Mini Tour. Jessie Massie, 25 ára, er einn þeirra sem spilar á þannig minni mótaröðum, sem stendur á NGA Hooters Tour Carolina Series. Hann lék 18 holur s.l. föstudag á Glenmary golfvellinum í Louisville, Kentucky., og var á 67 höggum. Síðdegis sama dag spilaði hann annan hring á Glenmary og bætti fyrra skor…. um 11 högg. Massie lék 6450 yarda par-72 völlinn á 16 undir pari, 56 höggum, en á hringnum var hann m.a. með 1 örn, 14 fugla og … 1 vítahögg. „Þegar hann kom í golfverslunina, titraði hann,“ sagði Jack Ridge, yfirgolfkennarinn á Glenmary. „Ég trúði þessu bara ekki. Enginn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þór Einarsson —– 22. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Þór Einarsson. Þór er fæddur 22. júlí 2000 og er því 13 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan: Þór Einarsson (13 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Berning, 22. júlí 1941 (72 árs); Carl Suneson, 22. júlí 1967 (46 ára); Brendon Todd, 22. júlí 1985 (28 ára)…… og …… Valur Valdimarsson (63 ára) Kristofer Helgason (43 ára) Rassar Í Sveit (46 ára) Kríla-peysur Fríðudóttir (40 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
Frá blaðamannafundi með Mickelson
Eftir sigurinn á Opna breska hélt sigurvegarinn Phil Mickelson blaðamannafund, s.s. hefð er fyrir. Hann sagði m.a. að það væri ótrúleg tilfinning að vinna þetta frábæra mót (Opna breska) og að lokahringurinn hefði e.t.v. verið einn besti hringur ævinnar hjá sér – 66 glæsihögg og það á Muirfield linksararnum! Phil sagðist hafa slegið einhver bestu höggin sín og púttað betur en hann hefði gert hingað til. Phil sagði að sér hefði fundist hann þurfa að spila sitt besta golf, eiginlega upp á A og sagðist hafa gert það – hann hefði spilað eitthvert besta golf sitt á ferlinum. Hann minntist m.a. á hversu frábært það væri að hafa fjölskylduna sína Lesa meira
Lokahringur Opna breska – myndskeið
Opna breska lauk í gær með sigri Phil Mickelson s.s. allir vita. Eftir biturt tap á Opna bandaríska, sigraði Mickelson nú á Opna breska í fysta sinn á ferlinum. Sjá má hápunkta frá lokahringnum á Opna breska í gær með því að SMELLA HÉR: Eins má með því að SMELLA HÉR: sjá stutt myndskeið frá sigri Mickelson í gær og mistökum Lee Westwood sem leiddu til þess að hann varð enn einu sinni af risamótstitli.
GHH: Guðmundur Kristján klúbbmeistari 2013
Þann 20. júlí lauk Meistaramóti Golfklúbbs Hafnar í Hornafirði (GHH) 2013. Þátttakendur voru 4 og þar af engin kvenkylfingur 🙁 Leiknir voru 2 hringir. Klúbbmeistari 2013 er Guðmundur Kristján Guðmundsson en hann lék hringina 2 á samtals 18 yfir pari, 158 höggum (82 76). Sjá má heildarúrslit Meistaramóts GHH 2013 hér að neðan: 1 Guðmundur Kristján Guðmundsson GHH 10 F 37 39 76 6 82 76 158 18 2 Jóhann Bergur Kiesel GHH 8 F 35 41 76 6 84 76 160 20 3 Óli Kristján Benediktsson GHH 7 F 40 43 83 13 83 83 166 26 4 Friðrik Gottlieb Ólafsson GHH 24 F 48 54 102 32 104 Lesa meira
LPGA: Beatriz Recari sigraði á Marathon Classic
Það var spænski kylfingurinn Beatriz Recari, sem stóð uppi sem sigurvegari á Marathon Classic mótinu sem fram hefir farið í Highland Meadows golfklúbbnum í Sylvanía, Ohio. Recari lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (69 65 67 66). Fyrir sigurinn hlaut Recari tékka upp á $ 195.000,- Aðeins 1 höggi á eftir var „bleiki pardusinn” Paula Creamer. Hún lék á 16 undir pari, 268 höggum (66 68 67 67). Lexi Thompson og Jodi Ewart-Shadoff deildu síðan 3. sætinu á samtals 13 undir pari, hvor. Af öðrum einstökum úrslitum mætti geta að áhugamaðurinn ungi frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko varð ásamt 4 öðrum í 7. sæti á samtals 9 undir pari; Lesa meira
GJÓ: Guðlaugur og Fjóla Rós klúbbmeistarar 2013
Golfklúbburinn Jökull í Ólafsvík átti 40 ára afmæli í gær. Golf 1, sem er með ítarlegustu umfjöllun allra golffréttamiðla um meistaramót í golfi á Íslandi var bent á það í gær af góðum „Ólsara” að ekkert hefði verið fjallað um meistaramót GJÓ í ár; Meistaramót Snillinganna. Biðst Golf1 hér með afsökunar á því og nú reynt að bæta úr því. Gaman að vita að Golf1.is er lesinn í Ólafsvík!!! Því er jafnframt komið á framfæri að ef einhverjar tillögur eru um úrbætur á fréttaflutningi Golf1.is þá eru þær velkomnar sem og öll uppbyggileg gagnrýni eða óskir um ákveðið efni. Vinsamlegast komið með athugasemdir ykkar eða óskir um ákveðna golfumfjöllun á Lesa meira









