Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 16:00

GB: Bjarki á besta skorinu í Opna Nettó mótinu

Í gær fór fram á Hamarsvelli Opna Nettó mótið og luku 71 keppni, 65 karl- og 6 kvenkylfingar.

Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sæti í punktakeppni með forgjöf.

Það var Bjarki Pétursson, GB, sem var á besta skorinu en hann lék Hamarsvöll á 1 undir pari, 70 höggum. Fyrir 1. sætið hlaut Bjarki þriggja brennara grill og grilláhöld, sem á eftir að koma sér vel nú þegar veðrið á að fara að leika við kylfinga, sem aðra landsmenn síðsumars. Í 2. sæti í höggleiknum varð Haraldur Þórðarson,GKB, á sléttu pari, 70 höggum.

Það var einmitt líka Haraldur Þórðarson GKB, sem varð í efsta sæti í punktakeppninni með 38 punkta og hlaut því samskonar grill og Bjarki.

Í 2. sæti í punktakeppninni með 37 punkta varð Hafsteinn Þórisson, GL (hann hlaut gjafabréf frá Nettó upp á kr. 20.000 og grilláhöld).

Í 3. sæti varð síðan „heimamaðurinn“ Bergsveinn Símonarson á 34 punktum (var með 18 á seinni 9).  Hann hlaut gjafabréf frá Nettó upp á kr. 15.000 og grilláhöld.

Eins voru veitt 10.000 kr. gjafabréf frá Nettó fyrir að vera með lengsta dræv á 18. braut og tvenn nándarverðlaun á 8. og 10. holu.