
GB: Bjarki á besta skorinu í Opna Nettó mótinu
Í gær fór fram á Hamarsvelli Opna Nettó mótið og luku 71 keppni, 65 karl- og 6 kvenkylfingar.
Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sæti í punktakeppni með forgjöf.
Það var Bjarki Pétursson, GB, sem var á besta skorinu en hann lék Hamarsvöll á 1 undir pari, 70 höggum. Fyrir 1. sætið hlaut Bjarki þriggja brennara grill og grilláhöld, sem á eftir að koma sér vel nú þegar veðrið á að fara að leika við kylfinga, sem aðra landsmenn síðsumars. Í 2. sæti í höggleiknum varð Haraldur Þórðarson,GKB, á sléttu pari, 70 höggum.
Það var einmitt líka Haraldur Þórðarson GKB, sem varð í efsta sæti í punktakeppninni með 38 punkta og hlaut því samskonar grill og Bjarki.
Í 2. sæti í punktakeppninni með 37 punkta varð Hafsteinn Þórisson, GL (hann hlaut gjafabréf frá Nettó upp á kr. 20.000 og grilláhöld).
Í 3. sæti varð síðan „heimamaðurinn“ Bergsveinn Símonarson á 34 punktum (var með 18 á seinni 9). Hann hlaut gjafabréf frá Nettó upp á kr. 15.000 og grilláhöld.
Eins voru veitt 10.000 kr. gjafabréf frá Nettó fyrir að vera með lengsta dræv á 18. braut og tvenn nándarverðlaun á 8. og 10. holu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024