Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 14:00

Nick Faldo um sigurinn á Opna breska í Muirfield 1987

Nú í kvöld ræðst á Muirfield í Skotlandi, þar sem Opna breska hefir farið fram hver stendur uppi sem sigurvegari í 3. risamóti ársins. Sir Nick Faldo sem því miður var í einu neðsta sætinu nú í ár, sigraði á Opna breska í Muirfield fyrir 26 árum, þ.e. árið 1987. A.m.k. 1 íslenskur kylfingur, þá búsettur í Skotlandi, var staddur á Muirfield og fylgdist þar ásamt fjöldanum með gangi máli og miklu fleiri, já þúsundir fylgdust með í sjónvarpi, því BBC hefir frá 5. áratug síðustu aldar verið með beinar útsendingar frá Opna breska risamótinu í sjónvarpi.  Í ár má ætla að milljónir fylgist með Opna breska í beinni, bæði á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2013

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ) Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, tí, golfkúluvarasalvar, golfhandklæði og síðast en ekki síst SeeMore pútterar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 07:00

Opna breska í beinni

Í gær hófst Opna breska á Muirfield linksaranum í Skotlandi. Allir bestu kylfingar heims eru mættir til keppni og flestir tippa á að Tiger taki loks að sigra 15. risamótið sitt.  Á undanförnum árum hafa þó ýmsir óvæntir sigurvegarar skotið upp kollinum á Opna breska. Það er spennandi að sjá hver það verður í ár. Eftir 2. dag leiðir spænski kylfingurinn Miguel Angel Jiménez. Tekst honum að halda forystunni? Bein útsending hófst kl. 5:00 í nótt. Skemmtileg golfhelgi framundan!!! Til þess að sjá Opna breska risamótið 2013 í beinni SMELLIÐ HÉR:  Hér má fylgjast með gangi mála á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 21:45

Íslandsmót 35+: Þórdís Geirs, Helga, Camilla, Einar Lyng, Helgi Róbert og Rúnar eru Íslandsmeistarar 35+ 2013

Í dag lauk á Þverárvelli á Hellishólum Icelandair – Íslandsmóti 35+. Skráðir í mótið voru 96 en 64 luku keppni að þessu sinni; 13 konur og 51 karl. Íslandsmeistarar í 1. flokki urðu golfkennararnir Einar Lyng Hjaltason, GKJ og Þórdís Geirsdóttir, GK.   Íslandsmeistarar í 2. flokki urðu þau Helgi Róbert Þórisson, GKG og Helga Þorvaldsdóttir, GR.  Íslandsmeistarar í 3. flokki urðu síðan Camilla Tvingmark, GKJ og heimamaðurinn Rúnar Garðarson, GÞH. Heildarúrslit í Icelandair – Íslandsmóti 35+ urðu eftirfarandi: 1. flokkur kvenna 1 Þórdís Geirsdóttir GK 2 F 39 38 77 6 82 87 77 246 33 2 Hulda Birna Baldursdóttir GKG 5 F 43 51 94 23 94 98 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 21:30

Íslandsbankamótaröðin (5): Úrslit eftir 1. dag

Í dag var leikinn fyrri hringur á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðarsvelli á Akureyri. Alls voru 149 skráðir til leiks en 139 luku keppni. Á besta skori fyrri mótsdag voru Gísli Sveinbergsson, GK og Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, en báðir léku þeir Jaðarsvöll á 1 undir pari, 70 höggum. Úrslit eftir fyrri dag eru eftirfarandi:  Strákar 14 ára og yngri: 1 Kristján Benedikt Sveinsson GHD 2 F 36 34 70 -1 70 70 -1 2 Bragi Aðalsteinsson GKG 5 F 39 38 77 6 77 77 6 3 Sigurður Már Þórhallsson GR 6 F 36 41 77 6 77 77 6 4 Ingi Rúnar Birgisson GKG 7 F 42 37 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 21:00

Íslandsmót eldri kylfinga: Ragnar og Jens Íslandsmeistarar 70+

Það var Ragnar Guðmundsson, GV, sem varð Íslandsmeistari í flokki 70+ karla á Íslandsmóti eldri kylfinga í dag, í höggleik án forgjafar. Ragnar lék á samtals 34 yfir pari, 244 höggum (83 79 82). Ragnar átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti Gunnlaug Ragnarsson, GK, sem lék á samtals 36 yfir pari, 246 höggum (85 81 80). Í 3.-4. sæti urðu Helgi Hólm, GSG og Friðbjörn Hólm, GK, á samtals 37 yfir pari, hvor. Íslandsmeistari í höggleik með forgjöf varð Jens Karlsson, GK, á  227 höggum nettó; í 2. sæti varð Björn Karlsson, GK á 228 höggum nettó og í 3. sæti varð Friðbjörn Hólm, GK á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 20:45

GLF: Björg sigraði á lopapeysumótinu

Það var Björg Traustadóttir, GÓ,  sem sigraði á lopapeysumóti kvenna, sem Golfklúbburinn Lundur stóð fyrir. Björg var líkt og Oddfríður Dögg Reynisdóttir, GH,  á 37 punktum en var með fleiri punkta á seinni 9, 18 meðan Oddfríður var með 17. Í 3. sæti varð Eygló Birgisdóttir, GA, á 36 punktum.  Þátttakendur voru 26 og var mótið að sögn hið skemmtilegasta í alla staði og Lundvöllur frábær! Sjá má heildarúrslit úr lopapeysumótinu hér að neðan:  1 Björg Traustadóttir GÓ 10 F 19 18 37 37 37 2 Oddfríður Dögg Reynisdóttir GH 13 F 20 17 37 37 37 3 Eygló Birgisdóttir GA 23 F 18 18 36 36 36 4 Halla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 20:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (4): Lárus Ingi, Andrea Ýr og Smári Snær sigruðu á Dalvík

Í dag fór fram á Arnarholtsvelli hjá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík 4. mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. 37 voru skráðir til keppni og 26 luku leik.  Mótið var ánægjulegt að því leyti að mikil aukning var í flokki 14 ára og yngri stelpna, sem þátt tóku. Hins vegar var leitt að sjá að engar telpur eða piltar og stúlkur tóku þátt í mótinu. Það var því aðeins keppt í 3 flokkum í dag þ.e. 14 ára og yngri og í drengjaflokki 15-16 ára. GA-ingar voru sigursælir í yngstu flokkunum en sigurvegarar í flokki 14 ára og yngri voru báðir úr GA: Lárus Ingi Antonsson, GA spilaði á 84 höggum og Andrea Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 19:45

Íslandsmót eldri kylfinga: Jón Haukur Guðlaugsson og Einar Long eru Íslandsmeistarar 55+

Það er Jón Haukur Guðlaugsson, GR, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í karlaflokki 55+ á Íslandsmóti eldri kylfinga í dag, á Strandarvelli á Hellu, í höggleik án forgjafar Jón Haukur lék á samtals 4 yfir pari, 214 höggum (74 68 72). Í 2. sæti varð Einar Long, GR aðeins 1 höggi á eftir Jóni Hauki, þ.e. á samtals 5 yfir pari, 215 höggum (74 72 69). Einar átti frábæran hring í dag á 1 undir pari,69 höggum,  þar sem hann fékk örn (á 5. braut) 3 fugla (á 4., 6. og 7. braut), 2 skolla og 1 skramba. Í 3. sæti varð síðan Sæmundur Pálsson á 12 undir pari. Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 19:00

Westwood leiðir eftir 3. dag Opna breska!

Lee Westwood leiðir á Opna breska fyrir lokahring mótsins. Westwood, sem aldrei hefir unnið risamót er búinn að spila hringina 3 á Muirfield linksaranum, þar sem Opna breska fer fram á samtals 3 undir pari, 210 höggum (72 68 70). Hann hefir 1 höggs forskot á Tiger og Hunter Mahan sem leikið hafa á 2 undir pari, 212 höggum; Tiger (69 71 72) og Mahan (72 72 68). Í 4. sæti er Masters sigurvegarinn ástralski, Adam Scott á samtals 1 undir pari, 213 höggum (71 72 70). Miguel Angel Jiménez sem leiddi þegar mótið var hálfnað er dottinn niður skortöfluna þar sem hann er á 6 yfir pari og á Lesa meira