Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 16:21

Stendur Mickelson uppi sem sigurvegari Opna breska 2013?

Phil Mickelson, sigraði á Opna skoska fyrir viku.  Skyldi honum takast að sigra á Opna breska líka, sem fram hefir farið á Muirfiled linksaranum nú í vikunni?

Hann átti besta skor dagsins lék á 5 undir pari og það kom honum upp í 1. sætið nú þegar helstu keppinautarnir eiga örfáar holur óspilaðar.

Phil átti magnaðan meistarahring og verðskuldar svo sannarlega að sigra á Opna breska.  Hann fékk hvorki meira né minna en 6 fugla á Muirfield og að vísu 1 skolla á par-4 10. brautinni.

Já, Opna breska 2013 að verða búið en spennan í hámarki. Nær einhver Phil?

Hér má sjá stöðuna á Opna breska SMELLIÐ HÉR: