Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 16:55

Mickelson sigraði á Opna breska!!!

Nú rétt í þessu var Phil Mickelson að sigra á 142. Opna breska risamótinu á Muirfield linksaranum, í Skotlandi.

Sigurskorið í ár var upp á samtals 3 undir pari, 281 högg (69 74 72 66).  Óhætt er að segja að frábær lokahringur Mickelson upp á 5 undir par, 66 högg, hafi gert útslagið varðandi sigur hans.

Þetta er 5. risamótstitill hins 43 ára Mickelson, en hann hefir þrívegis sigrað á Masters (2004, 2006 og 2010) og einu sinni á PGA Championship (2005). Þetta er hins vegar fyrsti sigurinn á Opna breska…. þannig að nú á Phil „bara“ eftir að sigra á Opna bandaríska til þess að hafa sigrað í öllum risamótunum, en það virðist standa eitthvað í honum því hann hefir s.s. allir vita orðið  5 sinnum í 2. sæti.

Í 2. sæti varð Henrik Stenson á samtals sléttu pari, 3 höggum á eftir Mickelson. Þriðja sætinu deildu síðan þeir Lee Westwood, Ian Poulter og Adam Scott; allir á samtals 1 yfir pari, 4 höggum á eftir Phil.

Í 6. sæti voru síðan Tiger, japanska golfundrið Hideki Matsuyama og Zach Johnson.

Frábær sigur á Opna breska 2013 hjá Phil Mickelson í höfn!!!!

Til þess að sjá lokastöðuna SMELLIÐ HÉR: