
Viðtalið: Hólmfríður Einarsdóttir, GKG.
Viðtalið í kvöld er við markaðs-og þjónustustjóra Íslandsbanka, sem er dyggur stuðningsaðili Unglingamótaraðarinnar. Hún varði í gær klúbbmeistaratitil sinn í Golfklúbbi Úthlíðar, en þau mæðginin urðu klúbbmeistarar GÚ 2013. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Hólmfríður Einarsdóttir.
Klúbbur: GKG.
Hvar og hvenær fæddistu? Bolungarvík, 3. september 1972.
Hvar ertu alin upp? Í Bolungarvík, fyrir utan 3 ár á Ísafirði, á aldrinum 10-12 ára.
Í hvaða starfi ertu? Ég er markaðs-og þjónustustjóri Íslandsbanka.

Frá undirritun samstarfssamnings Íslandsbanka og GSÍ. Hólmfríður er lengst til vinstri. Mynd: Golf 1
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Já, heldur betur, við spilum öll golf. Ég er gift Ragnari Þór Ragnarssyni frá Húsavík og eigum við 3 börn: Emil Þór 18 ára, Ölmu Rún, 12 ára og Ísak Þór 6 ára. Ég á 6 systkini og flest þeirra spila golf og börnin þeirra líka þannig að það er mikið golf spilað þegar við hittumst.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég hef verið viðloðandi golfið frá því að ég var 16 ára en þá var ég oft á pokanum hjá manninum mínum sem þá var mikið að keppa. Ég spilaði samt aldrei sjálf. Það má segja að ég hafi byrjað haustið 1999 þegar ég fór í 16 daga ferð til Sarasota á Flórída með góðum vinum – Þá loks tókst manninum mínum að koma mér í golfið og hef ég verið mjög áhugasöm alla tíð síðan.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Eiginmaðurinn og hans fjölskylda voru á kafi í golfi á Húsavík – það var bara ekkert annað í boði. Hann sjálfur er alinn upp á Katlavelli og okkur þykir mjög vænt um þann völl.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Strandvelli, ekki spurning, af því ég er frá Bolungarvík.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Ég hef ekkert verið mikið í holukeppni – en ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég held að holukeppni ætti vel við mig.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Það eru margir fallegir vellir á Íslandi, en ég verð að segja Syðridalsvöllur í Bolungarvík og Leirdalvöllur í GKG. Svo finnst mér æðislegt að spila í Úthlíð með fjölskyldunni.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Eagle Creek á Florida og síðan er draumurinn er að spila Old Course á St. Andrews.

18. brautin á Eagle Creek golfvellinum í Orlando, Flórída, einum uppáhaldsgolfvalla Hólmfríðar erlendis
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Það var völlur í Edinborg, sem var mjög hæðóttur og mikið landslag í honum. Svo var það mjög sérstakur Faldo völlur á Algarve í Portúgal, en ég spilaði hann árið 2008 rétt eftir að hann opnaði. Hönnunin á honum er mjög sérstök og völlurinn erfiður og hann reyndi mikið bæði á getu og þolinmæði.
Hvað ertu með í forgjöf? 14,8.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 78 högg 19. júlí 2013 á Meistaramóti Úthlíðar.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Varð klúbbmeistari í Úthlíð 2012 og 2013.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei, ég á það vonandi eftir.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Ég er alltaf með vatn, en það er staðalbúnaður hjá mér. Svo er ég oft með banana og flatkökur.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, í sundi og handbolta en núna er ég dottin í blakið. Ég spila með Gyðjunum í HK. Það fer afar vel saman að spila blak á veturna og golf á sumrin.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og? Uppáhaldsmaturinn minn er: Engidalsréttur, en það er lambakjötsréttur frá Gumma Jens mági mínum á Ísafirði; uppáhaldsdrykkur: vatn; uppháhaldstónlist: Allt með U2 og Coldplay; Uppáhaldskvikmynd: Intouchables og Downtown Abbey þættirnir Uppáhaldsbók: Disappearing Acts, eftir Terry McMillan.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk: Grand slammerinn – Inbee Park Kk: Auðvitað sonurinn Emil Þór Ragnarsson.
Hvert er draumahollið? Ég og…. Paula Creamer og Ian Poulter (þau eru svo flott í tauinu) og ekki hægt að sleppa því að hafa Tiger Woods með.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Allt í pokanum frá TaylorMade nema pútterinn minn er Odyssey. Uppáhaldskylfan mín er dræverinn.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, ég hef gert það. Maðurinn minn kenndi mér mikið framan af en núna er ég hjá Derrick Moore. Hann er minn maður.
Ertu hjátrúarfull? Nei, ég myndi ekki segja að ég væri hjátrúarfull í golfinu.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Í golfinu: Er að verða enn betri og komast undir 10 í forgjöf og ná einn daginn að vinna manninn minn án forgjafar. Í lífinu: er það að hafa gaman af því að lifa. Lifa lífinu lifandi og það sé gaman að vera til og njóta augnbliksins.
Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn, útiveran, og það að þurfa að treysta á sjálfan sig.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Líklega í kringum 70-80%.
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Bara byrja nógu snemma; ekki hugsa að þetta sé bara fyrir gamalt fólk. Ég er einnig með gott ráð til að koma konum af stað í golfið en það er að bjóða þeim í golfferð til útlanda og koma þeim þannig af stað við bestu aðstæður og ekki síst hvað veður varðar. Það er mikill kostur að hjón eða pör séu saman í golfinu og geti þannig notið frábærra samverustunda.
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022