Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2013 | 09:30

LPGA: Beatriz Recari sigraði á Marathon Classic

Það var spænski kylfingurinn Beatriz Recari, sem stóð uppi sem sigurvegari á Marathon Classic mótinu sem fram hefir farið í Highland Meadows golfklúbbnum í Sylvanía, Ohio.

Recari lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (69 65 67 66).  Fyrir sigurinn hlaut Recari tékka upp á $ 195.000,-

Aðeins 1 höggi á eftir var „bleiki pardusinn” Paula Creamer. Hún lék á 16 undir pari, 268 höggum (66 68 67 67).

Lexi Thompson og Jodi Ewart-Shadoff deildu síðan 3. sætinu á samtals 13 undir pari, hvor.

Af öðrum einstökum úrslitum mætti geta að áhugamaðurinn ungi frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko varð ásamt 4 öðrum í 7. sæti á samtals 9 undir pari; nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park var ein af 8 í 33. sæti og Michelle Wie ein af 5 í 45. sæti.

Til þess að sjá úrslit í Marathon Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: