Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2013 | 07:00

Mercedes Benz golfbíllinn

Mercedes Benz efndi til samkeppni meðal golfáhugamanna og bað um að hannaður yrði golfbíll framtíðarinnar.  Í 1. verðlaun fyrir bestu hönnunina var ferð á Opna breska sem lauk nú á sunnudaginn með sigri Phil Mickelson.  Fyrstu verðlaun hlaut eftirfarandi bíll, sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan (smellið á hana til þess að stækka hana):

Þýski bílaframleiðandinn sagði þetta væri svokölluð framtíðarsýn á golfbíl, en hér má sjá bakhlið bílsins:

 

Það er nóg rými fyrir golfpokanna s.s. vera ber í golfbíl og meðal þess sem finnst inn í bílnum eru höldur fyrir bolla sem ýmist halda drykkjum ísköldum eða sjóðandi heitum allt eftir því hvort spilað er á heitum sumardögum eða ísköldum vetrum eða í rigningaveðri eins og hefir verið að hrjá landann hér á Íslandi.

 

Eitt af mörgum svölum atriðum í hönnuninni var að það er ekkert stýri heldur stýripinni, sem þýðir að hvort heldur „bílstjórinn“ eða farþeginn geta stjórnað bílnum.  Í bílnum er líka Bluetooth, þannig að hægt er að tala í símann meðan keyrt er um golfvöllinn. Golfbíllinn er sérstakur að því leyti að hann getur hrópað: „Fore“ þegar þrýst er á þar til gerðan hnapp!

Það væri kjánalegt að spyrja hvort kylfinga langar í svona bíl. Auðvitað langar öllum í einn slíkan. En hvar er hægt að kaupa svona bíl, hvenær kemur hann á markað og hvað kostar hann?  Því miður ….. bílinn er bara hönnunar concept, einn slíkur settur saman, en hann þykir of dýr í framleiðslu og verður ekki markaðssettur.