Evróputúrinn: Karlberg efstur snemma dags í Rússlandi
Í dag hófst í Tsleevo Golf & Polo Club, rétt fyrir utan Moskvu í Rússlandi, M2M Russian Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Golf 1 hefir fyrir nokkru verið með kynningu á Tsleevo golfstaðnum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur Hafþórsson tók þátt í þessu móti í fyrra, en er ekki með að þessu sinni þar sem hann er s.s. flestir vita að keppa á Íslandsmótinu í höggleik á Korpunni. Sem stendur eða snemma dags þegar þetta er ritað (kl. 11:30) er Svíinn Rikard Karlberg efstur á 5 undir pari, 67 höggum. Í 2. sæti, höggi á eftir er Spánverjinn Javier Colomo. Englendingurinn Matthew Nixon Lesa meira
Leikið með Rickie Fowler – myndskeið
Er Rickie Fowler svolítið 2012? Hvað um það hér að neðan er ágætis myndskeið með honum þar sem hann gefur kylfingum nokkur góð ráð. Í myndskeiðinu fer Holly Sonders á Golf Channel fyrst með Rickie Fowler á æfingasvæðið og við fáum að sjá hvernig Rickie hitar upp. Líklega er rútína hans sú sama og margra annarra á æfingasvæðinu – Hann slær fyrst nokkur högg með wedge-unum og síðan 9-unni, 7-unni, 5 -unni og síðan blendinga, tré og endar á dræver. Síðan spila Holly og Rickie nokkrar holur og spjalla um hitt og þetta eins og kylfinga er siður á góðum golfhring. M.a. fær Holly nokkur góð ráð um kylfuval og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón R Hrafnkelsson – 24. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón R. Hrafnkelsson. Sigurjón fæddist 24. júlí 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta m.a. vetrarmótaröð GSG 2013. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jordi Garcia, 24. júlí 1985 (28 ára); Doug Sanders, 24. júlí 1933 (80 ára) …… og …….. Einar Bergmundur (53 ára) Björn Ólafur Ingvarsson (44 ára) Axel Þórarinn Þorsteinsson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Mickelson þarf að borga 61% af verðlaunafé á Opna breska í skatta
Phil Mickelson fær bara að halda $842.000 eftir skatta af verðlaunafé sínu sem hann vann inn í 2 mótum, sem hann tók þátt í, í Skotlandi, skv. grein í Forbes. Það var nefnilega lagður á 61% skattur á verðlaunafé hans á Opna skoska og Opna breska, vegna lagaskila við bresk skattalög. Í Bretlandi er lagður 45% skattur á allar tekjur yfir £150,000. Þar að auki er lagður skattur á auglýsingasamninga og bónusa, sem Mickelson hlaut í Skotlandi. Þessu til viðbótar verður Mickelson að borga alríkisskatt og ríkisskatt í Kaliforníu af verðlaunafé sínu, en í Kaliforníu er skattprósentan 13.3%. Þegar allt er til tekið þá gerir þetta 61% í skatt. Ekki er Lesa meira
Flottur Ferrari Inbee Park
Nr. 1 á Rolex heimslista kvenna, Inbee Park, lifir hátt. Hún tvítaði nú nýlega mynd af sér brosandi með nýja bílnum sínum, rauðum Ferrari FF, en verðið á bílnum fer ekki undir 36 milljónir íslenskra króna (þ.e. $ 300.000) Eftir aðeins nokkrar vikur keppir Inbee á Women´s British Open og getur þá orðið fyrsti kylfingurinn hvort heldur karl- eða kven til þess að sigra í 4 risamótum sama árið. Hún virðist ekki hafa áhyggjur af neinu sbr. myndina af henni brosandi með bílnum. En hún hefir líka ástæðu til að brosa. Á síðasta ári keppti hún í 15 mótum og vann 6 sinnum (þ.á.m. í 3 risamótum) og varð 8 Lesa meira
Westy: „Ég er ekki eins og Monty!“
Lee Westwood (oft nefndur Westy) hefir vísað á bug samanburði milli sín og Colin Montgomerie (Monty) Westwood, sem nú hefir 16 sinnum verið meðal efstu 10 í risamóti í samanburði við 10 skipti Monty, heldur því staðfastlega fram að hann sé betri kylfingur en Monty var. „Ég veit af samanburðinum, en hann varð aldrei nr. 1 á heimslistanum, hann varð nr. 2 og ég varð nr. 1,“ sagði Westwood og vísaði ítrekað á burt samanburðinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Westy vísar á bug þeirri tilgátu að örlög hans í risamótum verði þau sömu og Monty, þ.e. að hann muni aldrei sigra í neinu risamóti né er þetta Lesa meira
Frænka Tiger keppir um sæti í Opna breska
Frænka Tiger Woods, Cheyenne Woods, sem var liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, í Wake Forest á viðburðarríka daga framundan, en hún mun reyna að öðlast sæti í Opna breska kvennamótinu. Hún verður að standa sig vel á Ladies European Masters sem fer fram í Buckinghamshire golfklúbbnum nú í vikunni, þ.e. dagana 26.-28. júlí en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Takist henni ekki þar að öðlast sæti í einu virtasta risamóti kvennagolfsins (Opna breska), sem fram fer á St. Andrews í ár, þá verður Cheyenne að fara í úrtökumót í Kingsbarns golfklúbbnum 29. júlí n.k. Cheyenne er alveg ákveðin í að skapa sér eigið nafn í golfheiminum …. þó það sé ansi Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik – 25.-28. júlí 2013 á Korpúlfsstaðarvelli
Íslandsmótið í höggleik 2013 fer fram dagana 25.-28. júlí og er þetta í sjötugasta og fyrsta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistara titil í golfi. Eins og áður er mótið hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titlana í íslensku golfi. Í ár fer Íslandsmótið fer fram á Korpúlfsstaðavelli og er í umsjá Golfklúbbs Reykjavíkur. Korpúlfsstaðavöllur var í sumar stækkaður í 27. holur og fá keppendur nú að spreyta sig á nýja hluta vallarins, auk þess sem eldri holur eru leiknar. Völlurinn skiptist í dag í 3 slaufur sem hafa fengið nöfnin, Sjórinn, Áin og Landið. Á mótinu verða leikið á Sjónum og Ánni. Sjórinn, það eru fyrri níu Lesa meira
42 myndir af heitustu kvenkylfingunum
Bleacher Report hefir tekið saman 42 myndir af heitustu kvenkylfingum. Meðal þeirra sem fleiri en 1 mynd er af í þessari samantekt eru Natalie Gulbis, Blair O´Neil, Diora Baird, Anna Rawson og Sandra Gal. Til þess að sjá samantekt Bleacher Report SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Boo Weekley – 23. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Thomas Brent „Boo“ Weekley. Boo fæddist í Milton, Flórída 23. júlí 1973 í og á því 40 ára stórafmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1997 og hefir því verið starfandi sem slíkur í 16 ár. Boo hefir sigrað 4 sinnum þar af 3 sinnum á PGA Tour. Nú síðast vann Boo á Crown Plaza Invitational 26. maí s.l. Besti árangur Boo á risamóti er T-9 árangur í PGA Championship 2007. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Craig Barlow, 23. júlí 1972 (41 árs); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (33 ára); Harris English, 23. júlí 1989 (24 ára) ….. og …… Malín Brand Golf Lesa meira










