Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2013 | 06:00

Mini Tour kylfingur með hring upp á 56

Í Bandaríkjunum eru allskyns litlar mótaraðir sem ganga undir samheitinu Mini Tour.

Jessie Massie, 25 ára,  er einn þeirra sem spilar á þannig minni mótaröðum, sem stendur á NGA Hooters Tour Carolina Series.  Hann lék 18 holur s.l. föstudag á Glenmary golfvellinum í Louisville, Kentucky., og var á 67 höggum. Síðdegis sama dag spilaði hann annan hring á Glenmary og bætti fyrra skor…. um 11 högg.

Massie lék 6450 yarda par-72 völlinn á 16 undir pari, 56 höggum, en á hringnum var hann m.a. með 1 örn, 14 fugla og … 1 vítahögg.

„Þegar hann kom í golfverslunina, titraði hann,“ sagði Jack Ridge, yfirgolfkennarinn á Glenmary. „Ég trúði þessu bara ekki. Enginn kemur hér inn og segist hafa verið á 56 höggum!“

Massie var 17 sinnum á flöt á tilskyldum höggafjölda og þarfnaðist aðeins 21 pútta. Eina greenið sem hann missti var þegar teighögg hans á par-4 5. holunni lenti í tré.  Hann varð að taka vítahögg og rétt náði að bjarga pari, eitt af 3 pörum sem hann fékk á hringnum.

„Ég var miklu stressaðri þegar ég var 11 og 12 undir pari, vegna þess að ég vildi svo mikið brjóta 60,“ sagði Massie, sem bætti við 10 pútta hans hefðu verið lengri en 4 metra. „Þegar ég var kominn 14 undir par, var ég bara að reyna að komast heim í klúbbhúsið.“

Jafnvel þó hringur Massie hafi ekki verið í keppni, þá er hann þó merkilegur.  Lægsta skor á stóru mótaröðunum PGA Tour eða Web.com Tour er 59. Ryo Ishikawa og Shigeki Maruyama hafa þó báðir verið með hringi upp á 58, Ishikawa á Asíumótaröðinni og Maruyama í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska árið 2000.

Massie vonast til að heppnin haldi áfram að vera með honum þegar hann tíar upp í Kentucky Open, sem fram fer 6.-8. ágúst í Bowling Green.

„Þetta var bara einn af þessum dögum þegar maður veltir fyrir sér hvað sé eiginlega á seyði,“ sagði hann eftir töfrahringinn sinn upp á 56.