Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2013 | 06:30

Allt er fertugum fært!

Svo virðist sem fertugir kylfingar hafi verið einstaklega sigurvísir á elsta rismóti, risamótanna 4, Opna breska.

Phil Mickelson varð 43 ára 16. júní á þessu ári.

Hann er 3. kylfingurinn í röð sem er kominn yfir fertugt, þegar hann vinnur Opna breska; hinir eru Darren Clarke (en hann var 42 ára 2011) og Ernie Els sem líka var 42 ára þ.e. 2012).

Sal Johnson höfundur www.golfstats.com segir að þetta sé í fyrsta sinn í langri sögu Opna breska, sem 3 sigurvegarar mótsins í röð hafi verið yfir 40 ára.   Kannski eru kylfingar rétt farnir að ná þroska til þess að sigra á risamóti þegar komið er í kringum 40 ára aldurinn.

Þetta sýnir bara og sannar að allt er fertugum fært!