Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2013 | 11:30

Frá blaðamannafundi með Mickelson

Eftir sigurinn á Opna breska hélt sigurvegarinn Phil Mickelson blaðamannafund, s.s. hefð er fyrir.

Hann sagði m.a. að það væri ótrúleg tilfinning að vinna þetta frábæra mót  (Opna breska) og að  lokahringurinn hefði e.t.v. verið einn besti hringur ævinnar hjá sér – 66 glæsihögg og það á Muirfield linksararnum!  Phil sagðist hafa slegið einhver bestu höggin sín og púttað betur en hann hefði gert hingað til.

Phil sagði að sér hefði fundist hann þurfa að spila sitt besta golf, eiginlega upp á A og sagðist hafa gert það – hann hefði spilað eitthvert besta golf sitt á ferlinum.

Hann minntist m.a. á hversu frábært það væri að hafa fjölskylduna sína með sér og Bones kylfusveininn sinn og Butch Harmon.

Til þess að sjá myndskeið af Phil á blaðamannafundi SMELLIÐ HÉR: