Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2013 | 09:30

Frænka Tiger keppir um sæti í Opna breska

Frænka Tiger Woods, Cheyenne Woods, sem var liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, í Wake Forest á viðburðarríka daga framundan, en hún mun reyna að öðlast sæti  í Opna breska kvennamótinu.

Hún verður að standa sig vel á  Ladies European Masters sem fer fram  í Buckinghamshire golfklúbbnum nú í vikunni, þ.e. dagana 26.-28. júlí en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Takist henni ekki þar að öðlast sæti í einu virtasta risamóti kvennagolfsins (Opna breska), sem fram fer á St. Andrews í ár,  þá verður Cheyenne að fara í úrtökumót í Kingsbarns golfklúbbnum 29. júlí n.k.

Cheyenne er alveg ákveðin í að skapa sér eigið nafn í golfheiminum …. þó það sé ansi erfitt eða með hennar eigin orðum:

„Það er heiður að bera eftirnafnið Woods en ég vil vera þekkt fyrir mitt eigið golf.

Jafnframt sagði Cheyenne sem  verður 23 ára á morgun:

„Það mun taka smá tíma fyrir fólk að venjast því að ég er frænka Tiger og spila sem atvinnumaður nú.“

„Ég er alltaf minnt á að ég sé frænka hans, þannig að ég er vön því.“

Cheyenne segist sjá lítið af fræga frændanum en hann sé alltaf í huga sér.

„Eitt af þeim ráðum, sem hann hefir gefið mér er að treysta á sjálfa mig,“ sagði Cheyenne.

„Þetta hefir gert mikið fyrir sjálfstraust mitt á vellinum. Við erum bæði mjög upptekin en hann fylgist með mér sérstaklega þegar ég keppi í Evrópu. Hann veit að ég er þarna og er að reyna að gera mína eigin hluti á mótaröðinni. Kannski ef ég kemst á Opna breska, mun ég reyna að fá fleiri ráð hjá honum. Ef ég þarfnast einhvers er hann alltaf til staðar fyrir mig!“

Cheyenne Woods

Cheyenne Woods

Hér má að síðustu sjá upplýsingar um Cheyenne í hnotskurn: 

Fædd: 25. júlí 1990

Ólst upp í  Phoenix, Arizona

• Útskrifaðist frá Wake Forest University í Norður-Karólínu

• Pabbi hennar er hálfbróðir Tiger Woods föður megin

• Cheyenne fékk fyrstu golfkylfuna sína 2 ára

• Kennari hennar á unglingsárunum var afi hennar; pabbi Tiger Woods

• Sem áhugamaður vann Cheynne yfir 30 áhugamannamót

• Fyrsti og eini sigur hennar sem atvinnumanns, fram til þessa, kom í ágúst 2012 á LPGA International