
Frænka Tiger keppir um sæti í Opna breska
Frænka Tiger Woods, Cheyenne Woods, sem var liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, í Wake Forest á viðburðarríka daga framundan, en hún mun reyna að öðlast sæti í Opna breska kvennamótinu.
Hún verður að standa sig vel á Ladies European Masters sem fer fram í Buckinghamshire golfklúbbnum nú í vikunni, þ.e. dagana 26.-28. júlí en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.
Takist henni ekki þar að öðlast sæti í einu virtasta risamóti kvennagolfsins (Opna breska), sem fram fer á St. Andrews í ár, þá verður Cheyenne að fara í úrtökumót í Kingsbarns golfklúbbnum 29. júlí n.k.
Cheyenne er alveg ákveðin í að skapa sér eigið nafn í golfheiminum …. þó það sé ansi erfitt eða með hennar eigin orðum:
„Það er heiður að bera eftirnafnið Woods en ég vil vera þekkt fyrir mitt eigið golf.
Jafnframt sagði Cheyenne sem verður 23 ára á morgun:
„Það mun taka smá tíma fyrir fólk að venjast því að ég er frænka Tiger og spila sem atvinnumaður nú.“
„Ég er alltaf minnt á að ég sé frænka hans, þannig að ég er vön því.“
Cheyenne segist sjá lítið af fræga frændanum en hann sé alltaf í huga sér.
„Eitt af þeim ráðum, sem hann hefir gefið mér er að treysta á sjálfa mig,“ sagði Cheyenne.
„Þetta hefir gert mikið fyrir sjálfstraust mitt á vellinum. Við erum bæði mjög upptekin en hann fylgist með mér sérstaklega þegar ég keppi í Evrópu. Hann veit að ég er þarna og er að reyna að gera mína eigin hluti á mótaröðinni. Kannski ef ég kemst á Opna breska, mun ég reyna að fá fleiri ráð hjá honum. Ef ég þarfnast einhvers er hann alltaf til staðar fyrir mig!“
Hér má að síðustu sjá upplýsingar um Cheyenne í hnotskurn:
Fædd: 25. júlí 1990
Ólst upp í Phoenix, Arizona
• Útskrifaðist frá Wake Forest University í Norður-Karólínu
• Pabbi hennar er hálfbróðir Tiger Woods föður megin
• Cheyenne fékk fyrstu golfkylfuna sína 2 ára
• Kennari hennar á unglingsárunum var afi hennar; pabbi Tiger Woods
• Sem áhugamaður vann Cheynne yfir 30 áhugamannamót
• Fyrsti og eini sigur hennar sem atvinnumanns, fram til þessa, kom í ágúst 2012 á LPGA International
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða