Ísland í 16. sæti eftir 1. dag European Young Masters
European Young Masters hófst í gær en mótið er leikið á Hamburger Golf Club í Þýskalandi. Ísland á fjóra keppendur í mótinu en það eru þau Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Birta Dís Jónsdóttir, GHD, Gísli Sveinbrgsson, GK og Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG. European Young Masters er fyrst og fremst einstaklingskeppni þar sem leiknar eru 54 holur í höggleik. Samhliða einstaklingskeppninni fer einnig fram liðakeppni það sem þrjú bestu skorin af fjórum telja frá hverju landi. Eftir 1. dag er íslenska liðið í 16. sæti. Til þess að sjá skorið eftir 1. dag á European Young Masters SMELLIÐ HÉR:
Eimskipsmótaröðin (4): Leik frestað vegna þoku á 2. degi
Nú rétt í þessu var verið að fresta leik á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Korpúlfsstöðum. Mikil þoka er á svæðinu sem gerir kylfingum erfitt fyrir enda skyggni afar lélegt. Þessar veðuraðstæður eru s.s. þekktar í golfi og hefir kylfingur á borð við Tom Watson gefið þessu nafnið „The Cocoon.“ Í bók Bob Rotella, „Golf is not a game of perfect“ er talað um „The Zone.“ Á enskri tungu er oft talað um að aðstæður líkist baunasúpu. En hverju nafni sem nefnist þá er von manna að þokunni muni létta sem fyrst svo leikur getir hafist að nýju.
Golfgrín: Ný golfhugtök
Hér á eftir fer listi yfir ný og ekki svo ný „golfhugtök“, sem felast einkum í nafni frægra persóna úr heimi fræga fólksins, listamanna, stjórnmálamanna, íþróttamanna en líka bara annarra hugtaka, sem fá aðra meiningu, oft fyndna, séu þau sett í nýtt samhengi. Listinn er á ensku og ekki hægt að þýða hann svo vel sé. Vitið þið hvað „army golf“ er? Eða hvað átt er við þegar sagt er að golfhögg ykkar sé eins og „Rock Hudson“ eða „Laura Davies„?“ Þegar þið takið eina „Mrs. Robinson?“ Eða hvað átt er við þegar þið fáið eina „Elínu Nordegren eða einn Ted Kennedy?“ Þegar þið eruð í stöðu Díönu prinsessu? Púttið Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (4): Guðrún Brá leiðir á frábæru 1 undir pari eftir 1. dag!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er efst í kvennaflokki eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik. Guðrún Brá lék Korpuna á glæsilegu 1 undir pari, 70 höggum! Hún lék jafnt, gott og stöðugt golf var með 15 pör, 2 fugla og 1 skolla. Jafnar í 2. sæti, 2 höggum á eftir Guðrúnu Brá eru heimakonurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Halla Björk Ragnarsdóttir, GR. Í 4.-5. sæti eru síðan Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin (4): Endurtekning frá 2012 í karlaflokki? Haraldur Franklín leiðir á glæsilegum 68 höggum eftir 1. dag!!!
Í dag hófst Íslandsmótið í höggleik á Korpúlfsstaðavelli og er öll umgjörð mótsins hin glæsilegasta í ár. Eftir 1. dag er staðan í karlaflokki sú sama í efstu 2 sætunum og 2012. Heimamaðurinn Haraldur Franklín Magnús, GR, leiðir á frábærum þremur undir pari, stórglæsilegum 68 höggum!!! Á hringnum fékk Haraldur Franklín 6 fugla, 9 pör og 3 skolla. Í öðru sæti alveg eins og á Hellu fyrir 2 árum er Rúnar Arnórsson, GK á litlu síðara skori, flottum einum undir pari, 70 höggum. Á eftir þeim Haraldi og Rúnari koma þeir Arnar Freyr Jónsson, GN; Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG; Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og deila þeir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er því 23 ára í dag. Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar. Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University 2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum. Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila til þess að spila á LPGA móti, the Wegmans LPGA. Það munaði 4 höggum Lesa meira
Birta, Gísli, Óðinn Þór og Ragnhildur taka þátt fyrir Íslands hönd á European Young Masters
European Young Masters hófst í morgun en mótið er leikið á Hamburger Golf Club í Þýskalandi. Ísland send fjóra keppendur á mótið en það eru þau Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Birta Jónsdóttir, GHD, Gísli Sveinbrgsson, GK og Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG. European Young Masters er fyrst og fremst einstaklingskeppni þar sem leiknar eru 54 holur í högleik. Samhliða einstaklingskeppninni fer einnig fram liðakeppni það sem þrjú bestu skorin af fjórum telja frá hverju landi. Skor keppenda
Eimskipsmótaröðin (4): Björgvin sló upphafshöggið í 50. sinn sem hann tekur þátt
Íslandsmótið í höggleik hófst á Korpúlfsstaðavelli í morgun. Þátttakendur að þessu sinni eru 114 bestu karl- og 25 bestu kvenkylfingar landsins, að undanskyldum nokkrum sem eru við keppni í erlendis. Björgvin Þorsteinsson, GA, sem tekur þátt í 50. landsmóti sínu sló upphafshöggið í keppninni, en Óttar Yngvason, GR, Íslandsmeistari 1962, sló heiðursupphafshögg. Björgvin lauk 1. hring á 12 yfir pari, 83 höggum og er ekki ofarlega á skortöflunni að þessu sinni, en hann hefir þó 6 sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik og er sá íslenski kylfingur m.a. sem oftast hefir farið holu í höggi. Þegar þetta er ritað kl. 15:00 er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, í efsta sæti – er Lesa meira
GN: Ragnar fór holu í höggi!
Það er ekki á hverjum degi að farin er hola í höggi á Grænanesvelli, Því var það enn ánægjulegra þegar það gerðist í gær þegar Ragnar Sverrisson úr golfklúbbi GN fór holu í höggi á fjórðu braut vallarins. Ragnar var búinn að hugsa sig nokkuð um að taka 7-járn af teig en þegar hann gáði vel á vindstöðu flaggstangarinnar ákvað hann með sinni reynslu að skipta niður og tók upp 6 járnið. Sló hann höggið með einbeitingarsvip og lagði alla sína kunnáttu í draumahöggið. Rétt er að taka fram að sjálfsögðu var þetta ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer holu í höggi, heldur var þetta í hans fjórða skipti. Lesa meira
Suðurlandsmótaröðinni lauk í gær
Fyrstu Suðurlandsmótaröðinni í golfi lauk í gær þegar fjórði og síðasti hringurinn var leikinn á Kiðjabergsvelli.Fjölmargir tóku þátt í mótaröðinni, en þetta var í fyrsta skipti sem golfklúbbar á Suðurlandi halda mótaröð sem þessa. Forsvarsmenn mótaraðarinnar segja hana komna til að vera og verða einungis stærri á næstu árum. Auk Kiðjabergsvallar var leikið á Svarfshólsvelli á Selfossi, Strandavelli á Hellu og Gufudalsvelli í Hveragerði. Sigurvegarar mótaraðarinnar voru sem hér segir. Drengjaflokkur, 12 ára og yngri: Pétur Steindór Sveinsson – GHG Stúlknaflokkur, 12 ára og yngri: Vala Guðlaug Jónsdóttir – GOS Drengjaflokkur, 13-14 ára: Björn Ásgeirsson – GHG Stúlknaflokkur, 13-14 ára: Heiðrún Anna Hlynsdóttir – GOS 1. flokkur: Guðjón Öfjörð Einarsson Lesa meira








