Rickie Fowler – Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2013 | 09:30

Leikið með Rickie Fowler – myndskeið

Er Rickie Fowler svolítið 2012? Hvað um það hér að neðan er ágætis myndskeið með honum þar sem hann gefur kylfingum nokkur góð ráð.

Í myndskeiðinu fer Holly Sonders á Golf Channel fyrst með Rickie Fowler á æfingasvæðið og við fáum að sjá hvernig Rickie hitar upp.

Líklega er rútína hans sú sama og margra annarra á æfingasvæðinu – Hann slær fyrst nokkur högg með wedge-unum og síðan 9-unni, 7-unni, 5 -unni og síðan blendinga, tré og endar á dræver.

Síðan spila Holly og Rickie nokkrar holur og spjalla um hitt og þetta eins og kylfinga er siður á góðum golfhring.

M.a. fær Holly nokkur góð ráð um kylfuval og við sjáum Rickie slá.

Sjá má myndskeiðið með Rickie Fowler með því að SMELLA HÉR: