Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2013 | 18:00

Mickelson þarf að borga 61% af verðlaunafé á Opna breska í skatta

Phil Mickelson fær bara að halda $842.000 eftir skatta af verðlaunafé sínu sem hann vann inn í 2 mótum, sem hann tók þátt í, í Skotlandi, skv. grein í Forbes.

Það var nefnilega lagður á 61% skattur á verðlaunafé hans á Opna skoska og Opna breska, vegna lagaskila við bresk skattalög. Í Bretlandi er lagður 45% skattur á allar tekjur yfir £150,000. Þar að auki er lagður skattur á auglýsingasamninga og bónusa, sem Mickelson hlaut í Skotlandi.

Þessu til viðbótar verður Mickelson að borga alríkisskatt og ríkisskatt í Kaliforníu af verðlaunafé sínu, en í Kaliforníu er skattprósentan 13.3%.

Þegar allt er til tekið þá gerir þetta 61% í skatt.

Ekki er langt síðan Mickelson kvartaði yfir of háum sköttum og  hótaði að flytja frá Kaliforníu.

Mickelson hefir unnið sér inn  $72 milljónir aðeins á PGA Tour

Á síðasta ári varð Mickelson  sjött hæst launaði íþróttamaður heims sbr. Sports Illustrated, en hann rakaði inn $39.5 milljónir aðeins á árinu  2012. Það er því ekki fjarlægt að telja að Mickelson hafi unnið sér inn hundruðir milljóna dollara s.l. 15 ár.
Þannig að það er óþarft að fella tár þó Mickelson þurfi að borga skatta. Það verður allt í lagi með hann.