Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Boo Weekley – 23. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Thomas Brent „Boo“ Weekley. Boo fæddist í Milton, Flórída 23. júlí 1973 í  og á því 40 ára stórafmæli í dag!  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1997 og hefir því verið starfandi sem slíkur í 16 ár. Boo hefir sigrað 4 sinnum þar af 3 sinnum á PGA Tour. Nú síðast vann Boo á Crown Plaza Invitational 26. maí s.l. Besti árangur Boo á risamóti er T-9 árangur í PGA Championship 2007.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Craig Barlow, 23. júlí 1972 (41 árs);  Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (33 ára);  Harris English, 23. júlí 1989  (24 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is