
Íslandsmótið í höggleik – 25.-28. júlí 2013 á Korpúlfsstaðarvelli
Íslandsmótið í höggleik 2013 fer fram dagana 25.-28. júlí og er þetta í sjötugasta og fyrsta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistara titil í golfi. Eins og áður er mótið hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titlana í íslensku golfi.
Í ár fer Íslandsmótið fer fram á Korpúlfsstaðavelli og er í umsjá Golfklúbbs Reykjavíkur. Korpúlfsstaðavöllur var í sumar stækkaður í 27. holur og fá keppendur nú að spreyta sig á nýja hluta vallarins, auk þess sem eldri holur eru leiknar. Völlurinn skiptist í dag í 3 slaufur sem hafa fengið nöfnin, Sjórinn, Áin og Landið. Á mótinu verða leikið á Sjónum og Ánni. Sjórinn, það eru fyrri níu holurnar liggja frá klúbbhúsinu og norður og niður fyrir byggðina meðfram sjónum. Seinni níu holurnar liggja síðan meðfram ánni Korpu, frá klúbbhúsinu áleiðis að Egilshöll og þaðan til baka. Þar eru krefjandi holur en fallegar golfholur og erum við sannfærðir um að þær eiga eftir að koma kylfingum á óvart. Mikil skógrækt er á svæðinu og aðstæður því ólíkar því sem keppendur eiga að venjast. Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 1934 og fagnar því 80 ára afmæli á næsta ári.
Íslandsmótið í höggleik hefur á undanförnum árum skapað sér sérstakan sess meðal kylfinga þar sem lögð er áhersla á að búa til sem glæsilegasta umgjörð sem hefur hvatt kylfinga til þátttöku. Í ár taka allir sterkustu kylfingar landsins þátt í mótinu og ef mið er tekið af góðum árangri íslenskra kylfinga erlendis á árinu, koma kylfingar vel undirbúnir til leiks. Íslandsmeistarar frá 2012 Haraldur Franklín Magnús GR og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR eru meðal keppenda sem og atvinnumennirnir okkar sem hafa verið að reyna fyrir sér á erlendum mótaröðum á árinu, Birgir Leifur Hafþórsson GKG, Ólafur Björn Loftsson NK, Þórður Rafn Gissurarson GR og Einar Haukur Óskarsson GK.
Keppnisréttur og leikfyrirkomulag
Keppnisrétt á Íslandsmótinu í höggleik hafa í raun allir kylfingar á Íslandi, þó reyndin sé sú að einungis forgjafarlægstu kylfingar landsins taki þátt. Í ár hafa 112 karlar og 25 konur skráð sig til leiks á Íslandsmótinu í höggleik.
Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum, en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni. Ef keppendur eru jafnir í 72. sæti skulu þeir báðir/allir halda áfram. Þó skulu leikmenn ætíð fá að halda áfram keppni séu þeir 10 höggum eða minna á eftir þeim keppanda sem er í 1. sæti. Í kvennaflokki er fækkað með sama hætti í 18 eftir 36 holu leik.
Rástímar og ráshópar
Fimmtudaginn, 25. júlí 2013 1. hringur Rástímar: 07:30 – 15:10
Föstudaginn, 26. júlí 2013 2. hringur Rástímar: 07:30 – 15:10
Laugardaginn, 27. júlí 2013 3. hringur (áætl.) Rástímar: 07:30 – 13:30
Sunnudaginn, 28. júlí 2013 4. hringur (áætl.) Rástímar: 07:30 – 13:30
Ræst verður út af fyrsta teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er raðað út með tilviljunarkenndum hætti, en strax á öðrum degi verður raðað út eftir skori og jafnframt ræður skor niðurröðun keppenda, að loknum niðurskurði.
Bein útsending
Bein sjónvarpsútsending verða frá mótinu, laugardag og sunnudag á RÚV. Útsendingin er ein umfangsmesta sjónvarpsútsending íþróttaviðburðar ár hvert, en áætlað er að 40-60 manns komi að henni með einum eða öðrum hætti.
Útsending á RÚV verður, laugardag milli kl. 15:15 – 18:20.
Útsending á RÚV verður, sunnudag milli kl. 13:30 – 17:30.
Skor á 3 holu fresti
Eins og undanfarin ár er hægt er að fylgjast með skori keppenda í farsíma jafnt sem og í tölvu og verður skor uppfært á 3 holu fresti. Fimmtudag og föstudag verður skor tekið á 3ja holu fresti en laugardag og sunnudag verður skor fært inn holu fyrir holu hjá lokaráshópunum í karla- og kvennaflokkum. Þá verður hægt að fylgjast með skori keppenda á risaskjá við klúbbhúsið.
Verðlaun og verðlaunaafhending
Verðlaun á Íslandsmótinu í höggleik eru þau sömu fyrir karla- og kvennaflokk þ.e. gjafabréf að andvirði 80.000 kr. fyrir fyrsta sæti, 40.000 kr. fyrir annað sæti og 20.000 kr. fyrir þriðja sætið og 10.000 fyrir 4 og 5. sæti. Íslandsmeistararnir verða krýndir á 18. flöt, þegar úrslit liggja fyrir. Lokahóf verður að loknu móti á efri hæð Korpúlfsstaða, þar sem formleg verðlaunaafhending fer fram.
Aðstaða fyrir fjölmiðla
Aðstaða fyrir fjölmiðla verður á staðnum og er það von GSÍ að umfjöllun um mótið verði mikil enda um að ræða ein stærsta íþróttaviðburð sumarsins.
Aðstaða fyrir áhorfendur
Búið er að koma upp áhorfendapöllum við 18du flöt og er aðgengi að vellinum mjög gott. Áhorfendur geta lagt bílum við Egilshöllina og gengið inná völlinn aftan við höllina, milli 12. og 13. brautar.
Upplýsingar
Skor keppenda er hægt að nálgast á www.golf.is/skor alla keppnisdagana og eins er hægt að nálgast aðrar upplýsingar hjá starfsmönnum mótsins.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023