Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 14:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk leik T-14 á Costa Brava Challenge

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lauk keppni á Costa Brava Challenge í dag. Hann lék lokahringinn á 69 höggum, en hefði þurft að spila á 64 til þess að tryggja beina þátttöku í lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar. Hann varð T-14, deildi 14. sætinu með Dananum Niklas Nørgaard Møller, en þeir voru á samtals 10 undir pari, hvor. Það var Daníel Hillier frá Nýja-Sjálandi sem bar sigur úr býtum, en hann lék á samtals 19 undir pari. Daniel Niklas Helligkilde lék á 18 undir pari og tryggði sér beint sæti á lokaúrtökumótið – hann lék lokahringinn  á 64 höggum – gerði það sem Guðmundur Ágúst hefði þurft að gera til að tryggja sig inn í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 09:20

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst á lokahring Costa Brava Challenge – Fylgist með HÉR:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR er við keppni á Costa Brava Challenge. Mikið er í húfi fyrir hann, því nái hann öðru af tveimur efstu sætum í mótinu kemst hann í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina, þar sem keppt er um 20 laus sæti á Evrópumótaröðinni. Sem stendur (kl. 10:20), eftir 8 spilaðar holur  er Guðmundur Ágúst T-6. Margir stórkylfingar eru um hituna m.a. ítalski kylfingurinn Matteo Manassero, sem er T-2 í sama móti, sem stendur. Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágúst og Manassero á Costa Brava Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 08:00

LPGA: Lim og An leiða í hálfleik á BMW Ladies Championship

Það eru kylfingar frá S-Kóreu, sem leiða í hálfleik á móti vikunnar á LPGA; BMW Ladies Championship. Þær Hee Jeong Lim og Na Rin An deila 1. sætinu. Báðar hafa þær spilað á 11 undir pari, 133 höggum; Lim (67 66) og An (64 69). Báðar eru þær fremur óþekktar hér á Vesturlöndum. Hee Jeong Lim er fædd 2. september 2000 og því nýorðin 21 árs. Hún vakti fyrst athygli á sér í Kóreu 15 ára eftir að hafa unnið nokkur mót hér og hvar í heimalandinu. Árið 2019 var hún komin á kóreönsku LPGA mótaröðina (KLPGA) og hefir mestmegnis spilað þar. Na Rin An 25 ára, dreymir um að spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 08:00

PGA: Matsuyama leiðir í hálfleik á ZOZO Championship

Það er japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem leiðir þegar ZOZO Championship er hálfnað. Matsuyama hefir spilað á samtals 8 undir pari, 132 höggum (64 68). Í 2. sæti, fast á hæla Matsuyama er Cameron Tringale, sem hefir spilað á samtals 7 undir pari. Þriðja sætinu deila síðan Brendan Steele og Matt Wallace á samtals 6 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á ZOZO Championship í hálfleik með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Guðlaugsson – 21. október 2021

Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 21. október 1990 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði 2012, 2014 og 2018. Sjá má viðtal Golf1, sem tekið var við Hrafn í byrjun árs 2013 með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Guðlaugsson (31 árs – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willy Anderson, f. 21. október 1879 – d. 25. október 1910 – Anderson er m.a. frægur fyrir að sigra 4 sinnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2021 | 09:09

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst komst gegnum niðurskurð á Challenge Costa Brava – Haraldur úr leik

Atvinnumennirnir og GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús taka þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Costa Brava. Skemmst er frá því að segja að Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurð en hann lék fyrstu 2 hringina á 2 undir pari, 140 höggum (70 70). Til þess að ná niðurskurði varð að vera á 1 yfir pari eða betra. Haraldur Franklín náði því miður ekki í gegn í þetta sinn, lék á 3 yfir pari, 145 höggum (70 75) en eftir ágætis byrjun var seinni hringurinn rothöggið. Sjá má stöðuna á Challege Costa Brava með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2021 | 09:02

GR tekur þátt í EM golfklúbba

Evrópumót golfklúbba í karlaflokki fer fram á Troia Golf vellinum í Portúgal dagana 21.-23. október. Golfklúbbur Reykjavíkur, Íslandsmeistar golfklúbba 2021, tekur þátt á EM ásamt 23 öðrum golfklúbbum. Þrír leikmenn eru í hverju liði. Keppt er í höggleik og tvö bestu skorin telja í hverri umferð. Lið GR er þannig skipað: Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmundsson og Viktor Ingi Einarsson. Arnór Ingi Finnbjörnsson er liðsstjóri. Eins og áður segir eru alls 23 lið sem taka þátt. Til þess að sjá rástíma, skor, stöðu og úrslit SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2021 | 08:53

PGA: Iwata í forystu e. 1. dag ZOZO Championship

Fyrsta hring ZOZO Championship, sem er mót vikunnar á PGA Tour lauk í nótt í Chiba, Japan. Mótið fer fram dagana 21.-24. október 2021. Í forystu eftir 1. dag er heimamaðurinn Hiroshi Iwata, en hann lék á 7 undir pari, 63 höggum. Öðru sætinu deila Joaquin Niemann frá Chile og Hideki Matusuyama, báðir á 6 undir pari. Í skemmtilegri grein Golf Digest með langri fyrirsögn sem byrjar svo „Hideki doing Hideki things ….“ er farið yfir það helsta á fyrsta degi ZOZO Championship – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á ZOZO Championship SMELLIÐ HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Hiroshi Iwata. Mynd: pgatour.com

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2021 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 4. sæti í Alabama

Birgir Björn Magnússon, GK og The Salukis þ.e. félagar hans í University of Southern Illinois tóku þátt í TVA Community CU Invitational mótinu, 18.-19. október sl. Mótsstaður var Turtle Point Yacht & Country Club í Killen, Alabama. Þátttakendur voru 66 frá 11 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 15 yfir pari, 239 höggum (78 74 79) og varð T-39 í einstaklingskeppninni. Hann var á 4. besta skorinu í liði sínu, sem varð í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í TVA Community CU Inv með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Birgis Björns og Sialukis er 11. febrúar á næsta ári, í Utah.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2021 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Gerður í 11. sæti í Oklahoma

Gerður Ragnarsdóttir, GR og félagar í Cameron tóku þátt í Oklahoma Intercollegiate. Mótið fór fram 11.-12. október sl. í Lawton, Oklahoma og var háskóli Gerðar, Cameron, gestgjafi mótsins. Þátttakendur voru 49 frá 9 háskólum. Gerður átti frábæran 1. hring upp á 71 högg en mikill munur var á henni í seinni hringnum þar sem skorið var 83 högg, en heildarskorið 154 högg dugði henni þó í 11. sæti í einstaklingskeppninni. Lið Cameron varð í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Oklahoma Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: