Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2021 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 4. sæti í Alabama

Birgir Björn Magnússon, GK og The Salukis þ.e. félagar hans í University of Southern Illinois tóku þátt í TVA Community CU Invitational mótinu, 18.-19. október sl.

Mótsstaður var Turtle Point Yacht & Country Club í Killen, Alabama.

Þátttakendur voru 66 frá 11 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 15 yfir pari, 239 höggum (78 74 79) og varð T-39 í einstaklingskeppninni.

Hann var á 4. besta skorinu í liði sínu, sem varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í TVA Community CU Inv með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Birgis Björns og Sialukis er 11. febrúar á næsta ári, í Utah.