Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 08:00

LPGA: Lim og An leiða í hálfleik á BMW Ladies Championship

Það eru kylfingar frá S-Kóreu, sem leiða í hálfleik á móti vikunnar á LPGA; BMW Ladies Championship.

Þær Hee Jeong Lim og Na Rin An deila 1. sætinu.

Báðar hafa þær spilað á 11 undir pari, 133 höggum; Lim (67 66) og An (64 69).

Báðar eru þær fremur óþekktar hér á Vesturlöndum.

Hee Jeong Lim

Hee Jeong Lim er fædd 2. september 2000 og því nýorðin 21 árs. Hún vakti fyrst athygli á sér í Kóreu 15 ára eftir að hafa unnið nokkur mót hér og hvar í heimalandinu. Árið 2019 var hún komin á kóreönsku LPGA mótaröðina (KLPGA) og hefir mestmegnis spilað þar.

Na Rin An 25 ára, dreymir um að spila á LPGA, en spilar sem stendur á KLPGA, þar sem hún á 2 sigra í beltinu. Hún spilaði á US Womens Open risamótinu 2020, þar sem hún lauk keppni T-63.  Sem stendur er hún í 69. sætinu á Rolex-heimslista kvenkylfinga.

Sjá má stöðuna á BMW Ladies Championship með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Na Rin An