Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2021 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea & félagar í 3. sæti og Hulda Clara & félagar í 5. sæti á Colonel Wollenberg Ptarmigan Ram Classic

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í Denver University tóku þátt í Colonel Wollenberg Ptarmigan Ram Classic mótinu. Mótið fór fram dagana 18.-19. október sl. í Ptarmigan CC, í Fort Collins, Colorado. Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum. Andrea varð T-12 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 72 77) og lið hennar Colorado State varð í 3. sæti. Hulda Clara varð T-26 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (77 74 76). Lið hennar, Denver varð í 5. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Colonel Wollenberg Ptarmigan Ram Classic SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ricardo Gonzáles – 24. október 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Ricardo Gonzales. Hann fæddist 24. október 1969 í Corrientes, Argentínu og á því 52 ára afmæli í dag. Gonzales gerðist atvinnumaður í golfi 1986 og á að baki 24 sigra, þ.á.m. 2 á Áskorendamótaröð Evrópu og 4 sigra á Evróputúrnum. Gonzales er sá elsti í sögu Evróputúrsins til þess að komast í gegnum úrtökumót en það var 2016, en þá var Gonzales 47 ára. Besti árangur Gonzales í risamótum er T-10 árangur á PGA Championship árið 2002. Í dag býr Gonzales í Rosario í Argentínu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ann „Margie” Masters, 24. október 1934 (87 ára); Ian Michael Baker Finch, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 07:51

GR varð í 9. sæti á EM golfklúbba

Evrópumót golfklúbba í karlaflokki fór fram á Troia Golf vellinum í Portúgal dagana 21.-23. október. Golfklúbbur Reykjavíkur, Íslandsmeistar golfklúbba 2021, tók þar þátt á EM ásamt 23 öðrum golfklúbbum. Þrír leikmenn voru í hverju liði. Keppt var í höggleik og tvö bestu skorin töldu í hverri umferð. Lið GR var þannig skipað: Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmundsson og Viktor Ingi Einarsson. Arnór Ingi Finnbjörnsson var liðsstjóri. Eins og áður segir tóku alls 23 lið þátt. GR endaði í 9. sæti á 16 höggum yfir pari samtals. Rosendaelsche frá Belgíu fagnaði EM-titlinum á 2 höggum undir pari samtals. Golf de Biarritz Le Phare frá Frakklandi varð í öðru sæti á pari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 07:44

Evróputúrinn: Winther í forystu f. lokahringinn á Mallorca Golf Open

Það er Daninn Jeff Winther sem er í forystu fyrir lokahringinn á Mallorca Golf Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Winther átti glæsilegan 3. hring, sem skaut honum upp í toppsætið – kom í hús á 62 höggum! Winther er samtals búinn að spila á 15 undir pari og á 2 högg á heimamanninn, Jorge Campillo, sem leiddi í hálfleik. Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros og Daninn Sebastian Söderberg deila síðan 3. sætinu, báðir á samtals 12 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á Mallorca Golf Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 07:33

LPGA: Jin Young Ko sigraði eftir bráðabana við Hee Jeong Lim á BMW Ladies Championship

Það var Jin Young Ko sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW Ladies Championship, sem fram fór í Busan, S-Kóreu 21. -24. október. Eftir hefbundinn leik var allt jafn milli Ko og Hee Jeong Lim, sem búin var að vera í forystu mestallt mótið; báðar höfðu spilað keppnishringina 4 á samtals 22 undir pari, 266 höggum. Það varð því að koma til bráðabana milli Ko og Lim, þar sem Ko hafði betur. Þær stöllur Ko og Lim báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur og þær sem næstar þeim komu og deildu 3. sætinu – Lydia Ko, A Lim Kim, Da Yeon Lee og Na Rin An – voru heilum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 07:21

PGA: Matsuyama sigraði á ZOZO

Það var heimamaðurinn, Hideki Matsuyama, sem sigraði á ZOZO Championship. Sigurskor Hideki var 15 undir pari, 265 högg (64 68 68 65). Hideki Matsuyama er fæddur 25. febrúar 1992 og því 29 ára. Þetta er 7. sigur hans á PGA Tour. Matsuyama átti heil 5 högg á þá Cameron Tringale og Brendan Steele, sem deildu 2. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á ZOZO Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (43/2021)

Einn á ensku: Golfer: I would move both heaven and earth to get a birdie today. Caddie: Try heaven. You have moved most of the earth already today.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigrún Henriksen – 23. október 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Sigrún Henriksen, en hún er fædd 23. október 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Sigrúnu til hamingju með afmælið hér að neðan Sigrún Henriksen  60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Harvey Morrison Penick, f. 23. október 1904 – d. 2. apríl 1995; C; Juan Antonio Chi Chi Rodriguez, 23. október 1935 (86 ára); Sigrun G Henriksen; 23. október 1961 (60 ára); James Evangelo Nitties, 23. október 1982 (39 ára); Michael Sim, 23. október 1984 (37 ára); Samúel og Friðrik Gunnarssynir, GÓ og GA, 23. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Reyr Sigurðsson – 22. október 2021

Afmæliskylfingur dagsins, 22. október 2021 er Kristinn Reyr Sigurðsson. Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og á því 25 ára afmæli í dag. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR).  Kristinn Reyr varð m.a. í 4. sæti á stigalista GSÍ 2013 í piltaflokki. Hann spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni og nú „Mótaröð þeirra bestu“. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristinn Reyr Sigurðsson (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Olof Loa Jonsd., 22. október 1948 (73 ára); Sonja B. Jónsdóttir, 22. október 1952 (69 ára); Júlíus Þór Tryggvason, 22. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 14:55

Haukur Örn sækist ekki eftir endurkjöri á Golfþingi 2021

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, mun ekki sækjast eftir endurkjöri á Golfþingi sem fram fer þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hauki Erni. Árið 2001 réði ég mig til starfa hjá Golfsambandi Íslands, hvar ég starfaði með háskólanámi. Ég tók sæti í stjórn golfsambandsins árið 2005 og var kjörinn forseti þess árið 2013. Ég hef því starfað fyrir golfsambandið í 20 ár, setið í stjórn þess í 16 ár og verið forseti í átta ár. Eftir að hafa starfað næstum hálfa ævina fyrir Golfsamband Íslands, hef ég tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. Ég mun því ekki sækjast eftir endurkjöri á Golfþingi þann 20. nóvember Lesa meira