Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 14:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk leik T-14 á Costa Brava Challenge

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lauk keppni á Costa Brava Challenge í dag.

Hann lék lokahringinn á 69 höggum, en hefði þurft að spila á 64 til þess að tryggja beina þátttöku í lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar.

Hann varð T-14, deildi 14. sætinu með Dananum Niklas Nørgaard Møller, en þeir voru á samtals 10 undir pari, hvor.

Það var Daníel Hillier frá Nýja-Sjálandi sem bar sigur úr býtum, en hann lék á samtals 19 undir pari.

Daniel Niklas Helligkilde lék á 18 undir pari og tryggði sér beint sæti á lokaúrtökumótið – hann lék lokahringinn  á 64 höggum – gerði það sem Guðmundur Ágúst hefði þurft að gera til að tryggja sig inn í lokaúrtökumótið.

Sjá má lokastöðuna á Costa Brava Challenge með því að SMELLA HÉR: