Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2021 | 09:09

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst komst gegnum niðurskurð á Challenge Costa Brava – Haraldur úr leik

Atvinnumennirnir og GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús taka þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Costa Brava.

Skemmst er frá því að segja að Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurð en hann lék fyrstu 2 hringina á 2 undir pari, 140 höggum (70 70).

Til þess að ná niðurskurði varð að vera á 1 yfir pari eða betra.

Haraldur Franklín náði því miður ekki í gegn í þetta sinn, lék á 3 yfir pari, 145 höggum (70 75) en eftir ágætis byrjun var seinni hringurinn rothöggið.

Sjá má stöðuna á Challege Costa Brava með því að SMELLA HÉR: