Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 08:00

PGA: Matsuyama leiðir í hálfleik á ZOZO Championship

Það er japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem leiðir þegar ZOZO Championship er hálfnað.

Matsuyama hefir spilað á samtals 8 undir pari, 132 höggum (64 68).

Í 2. sæti, fast á hæla Matsuyama er Cameron Tringale, sem hefir spilað á samtals 7 undir pari.

Þriðja sætinu deila síðan Brendan Steele og Matt Wallace á samtals 6 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á ZOZO Championship í hálfleik með því að SMELLA HÉR: