Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2021 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Gerður í 11. sæti í Oklahoma

Gerður Ragnarsdóttir, GR og félagar í Cameron tóku þátt í Oklahoma Intercollegiate.

Mótið fór fram 11.-12. október sl. í Lawton, Oklahoma og var háskóli Gerðar, Cameron, gestgjafi mótsins.

Þátttakendur voru 49 frá 9 háskólum.

Gerður átti frábæran 1. hring upp á 71 högg en mikill munur var á henni í seinni hringnum þar sem skorið var 83 högg, en heildarskorið 154 högg dugði henni þó í 11. sæti í einstaklingskeppninni.

Lið Cameron varð í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Oklahoma Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: