Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2021 | 08:53

PGA: Iwata í forystu e. 1. dag ZOZO Championship

Fyrsta hring ZOZO Championship, sem er mót vikunnar á PGA Tour lauk í nótt í Chiba, Japan.

Mótið fer fram dagana 21.-24. október 2021.

Í forystu eftir 1. dag er heimamaðurinn Hiroshi Iwata, en hann lék á 7 undir pari, 63 höggum.

Öðru sætinu deila Joaquin Niemann frá Chile og Hideki Matusuyama, báðir á 6 undir pari.

Í skemmtilegri grein Golf Digest með langri fyrirsögn sem byrjar svo „Hideki doing Hideki things ….“ er farið yfir það helsta á fyrsta degi ZOZO Championship – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á ZOZO Championship SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Hiroshi Iwata. Mynd: pgatour.com